Fréttir

Sérfræðingur í munasafni

Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í munasafni Þjóðminjasafns Íslands. 
Starfið felst í móttöku gripa og gagna úr fornleifarannsóknum á Íslandi í samræmi við lög um menningarminjar nr. 80/2012. Um tímabundið starf er að ræða til eins árs með möguleika á framlengingu.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í fornleifafræði.
• Starfsreynsla í skráningu og safnstörfum.
• Sjálfstæði í störfum, frumkvæði og öguð vinnubrögð.
• Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2017. Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjanda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu berast á póstfangið starfsumsokn@thjodminjasafn.is merkt „Munasafn“.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns (lilja@thjodminjasafn.is) s. 530-2284 og Hildur Halldórsdóttir starfsmannastjóri (hildur@thjodminjasafn.is) s. 5302239.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnung og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningarminjum og sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar m.a. á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.