Fréttir

Innskönnun og skráning ljósmynda - sumarstörf fyrir námsmenn.

26.5.2020

Ljósmyndasafn Íslands er staðsett að Vesturvör 16-20, Kópavogi. Hlutverk safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur, skyggnur og önnur gögn er tengjast ljósmyndum.

Verkefni sumarstarfsmanna felst í innskönnun á ljósmyndum úr safni Morgunblaðsins og Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þegar innskönnun er lokið eru myndirnar vistaðar á drifi og síðan tengdar við fyrirliggjandi færslu í gagnasafninu www.sarpur.is. Einnig eru möguleg önnur verkefni á Ljósmyndasafni Íslands.

Óskað er eftir einstaklingum með góða almenna tölvuþekkingu og nákvæm og skipulögð vinnubrögð.

Um er að ræða sumarstarf/átaksverkefni fyrir tvo starfsmenn í 2 mánuði á tímabilinu 8. júní – 31. ágúst. Skilyrði er að umsækjendur séu 18 ára á árinu eða eldri og í námi á milli anna.

Frekari upplýsingar um starfið veita Inga Lára Baldvinsdóttir sviðsstjóri Ljósmyndasafns í síma: 530-2283 netfang: inga.lara@thjodminjasafn.is og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í síma 530-2239 netfang: hildur@thjodminjasafn.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2020. Sótt er um starfið á vef Vinnumálastofnunar.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.