Fréttir

Sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands

28.9.2022

Auglýst er eftir sérfræðingi við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni starfsmanns tengjast viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns og innviðauppbyggingu þeim tengdum. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Stefnumótun og áætlunargerð fyrir húsasafnið

· Verkefnastjórnun

· Stjórnun og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum

· Samnings- og skýrslugerð

· Öryggismál

· Samstarf við rekstraraðila

· Þátttaka í rannsóknarvinnu og fræðslu

· Þátttaka í öðrum verkefnum kjarnasviðs safneignar

Hæfniskröfur

· Háskólapróf í arkitektúr

· Reynsla af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggingariðnaði er kostur

· Þekking á íslenskum byggingararfi og torfhúsum og viðhaldi þeirra er kostur

· Reynsla af safnastarfi kostur

· Reynsla af rannsóknarstörfum og skýrslugerð kostur

· Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð

· Góð almenn tölvukunnátta og þekking á teikniforritum

· Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli. Þekking á norðurlandatungumáli er kostur

· Starfinu fylgja talsverð ferðalög um landið og er bílpróf nauðsynlegt

Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun, nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur er til og með 12.10.2022. Sótt er um hér

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri kjarnasviðs, netfang: agusta@thjodminjasafn.is sími: 620-7744 og Ingibjörg Eðvaldsdóttir, mannauðsstjóri, netfang: ingibjorg@thjodminjasafn.is sími: 863-5511.

Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og starfar á grundvelli laga nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012. Þjóðminjasafn Íslands starfar í almannaþágu og er hlutverk þess að stuðla sem best að varðveislu menningarminja á landsvísu, þekkingarsköpun og fjölbreyttri fræðslu um menningarsögu Íslands.