Fréttir

Spurningskrá um gæludýr

21.12.2016

Þjóðminjasafnið biður almenning að svara spurningaskrá um gæludýr. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um hvernig það er að vera með gæludýr og kanna tengsl manna við þau. Fremur lítið hefur verið um rannsóknir á upplifun Íslendinga af gæludýrahaldi og er því óskað eftir aðstoð almennings til að bæta úr því. 

 Gæludýr eru snar þáttur af lífi margra Íslendinga en dýrum á heimilum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum áratugum svo jafnvel er hægt að tala um sprengingu. Hundahald í þéttbýli var lengi bannað hér á landi, eins og kunnugt er, en kom samt ekki í veg fyrir það uns hundahald var að lokum samþykkt. Spurningaskráin er liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands og hafa flest svörin verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn sem hægt er að skoða á vefslóðinni sarpur.is. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Leiðbeiningar

Þú getur valið á milli þess að svara með nafni eða nafnlaust en sem fyllstar upplýsingar eru æskilegar. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana og samþykkir þá til þess að sem flestir hafi aðgengi að svörunum til rannsókna eða á annan hátt. Þegar þú hefur lokið við að fylla í reitina smellir þú á hnappinn „hefja svörun“. Allra síðast velur þú hnappinn „lokið“ og fara svör þín þá beint inn í þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands. Óskir þú eftir frekari upplýsingum má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.

Svara spurningaskrá