Fréttir

Starfsmaður í safnbúðir Þjóðminjasafnsins

Við leitum að þjónustuliprum einstakling til að starfa í safnbúðum Þjóðminjasafns tvær til þrjár helgar í mánuði.

Í starfinu felast almenn afgreiðslustörf, móttaka og framsetning vöru ofl.

Hæfniskröfur:
• Þjónustulund, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• Reynsla af verslunar- eða þjónustustörfum
• Lipurð í mannlegum samskiptum, snyrtimennska og jákvætt viðmót
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Áhugi á menningararfi og listum er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Sótt er um starfið hér

Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar nk.

Nánari upplýsingar veita Hafdís B. Guðmundsdóttir verslunarstjóri safnbúða í síma 530-2203 (hafdis@thjodminjasafn.is) og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í síma 530-2239 (hildur@thjodminjasafn.is).

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningarminjum og sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar m.a. á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.