Fréttir

Verkefnastjóri húsasafns

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra húsasafns

14.2.2018

Helstu verkefni verkefnastjóra tengjast viðgerðum og viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns, s.s. áætlunargerð, samningsgerð, öryggismál, samstarf við rekstraraðila, fræðsla, þátttaka í rannsóknarvinnu, skýrslugerð og eftirliti með viðhaldsframkvæmdum. Verkefnin eru unnin í samstarfi við sviðsstjóra húsasafns, sem stýrir málaflokknum sem heyrir undir þjóðminjavörð. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ábyrgð og verkstjórn verkefna tengd sögulegum húsum Þjóðminjasafns Íslands. Ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Þjóðminjasafns Íslands og fjárhagsramma. Samskipti við iðnaðarmenn, samstarfsaðila og stofnanir.

Hæfnikröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, æskilegt að það sé á sviði byggingalistar.
- Reynsla af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggingariðnaði. 
- Þekking á íslenskum byggingararfi nauðsynleg, en þekking á torfhúsum og viðhaldi þeirra góður kostur. 
- Reynsla af rannsóknarstörfum og skýrslugerð æskileg.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. 
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta: s.s. Office Windows, Photoshop eða álíka, og teikniforritum.
- Gott vald á íslensku og ensku og/eða norðurlandatungumáli, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Starfinu fylgja talsverð ferðalög um landið og er bílpróf nauðsynlegt.

Um er að ræða fullt starf og er ráðning tímabundin til 12 mánaða til að byrja með. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarferli

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018. Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun, nöfnum a.m.k. tveggja meðmælenda ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Lúther Hafsteinsson sviðsstjóri húsasafns, netfang: gudmundur.luther@thjodminjasafn.is, sími: 5302200 og Hildur Halldórsdóttir starfsmannastjóri í síma 5302239 netfang: hildur@thjodminjasafn.is

Smelltu hér til að sækja um starfið