Sýningaropnun: Þjóð í mynd og Lögréttutjöldin
Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu þann 14. júní, en þá voru opnaðar tvær sýningar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins.
Á sýningunni Lögréttutjöldin eru sýnd samnefnd tjöld en þau eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Tjöldin eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á 18. öld. Þau eru í eigu Þjóðminjasafns Skotlands sem hefur nú lánað þau Þjóðminjasafninu meðan á sýningunni stendur. Hér má lesa um sýninguna.
Á sýningunni Þjóð í mynd eru sýndar kvikmyndir og ljósmyndir frá því lýðveldið var stofnað árið 1944. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í andrúmsloftið sem ríkti í aðdraganda 17. júní 1944 og hátíðina á Þingvöllum þann dag. Sýningin er haldin í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Hér má lesa um sýninguna.
Myndir frá opnuninni
Ljósmyndari: Ívar Brynjólfsson