Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur

17.3.2020

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur. Hámarksfjöldi gesta á safninu miðast við 100 manns að hverju sinni og þess gætt að gestir haldi hæfilegri fjarlægð sín á milli (2 metrar). Samkomubannið gildir frá miðnætti 15. mars til og með 13. apríl.

Þjóðminjasafn Íslands á Suðurgötu og Safnahúsið við Hverfisgötu halda óbreyttum opnunartíma á meðan samkomubanni stendur( 15. mars til og með 13. apríl). Fyrirlestrar safnsins falla niður en þess í stað verður þeim miðlað rafrænt. Áfram verður boðið upp á sérfræðileiðsagnir með takmörkun á fjölda gesta að hverju sinni.