Fréttir
Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu opnar aftur 4. maí
Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka gildi 4. maí verða sýningasalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu opnaðir aftur. Í gildi verða reglur og tilmæli frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er varða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.
Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu verður opið alla daga frá kl. 10 - 17 frá og með 4. maí. Safnahúsið við Hverfisgötu og hús Þjóðminjasafnsins á Tjarnarvöllum 11 og Vesturvör 16-20 verða áfram lokuð almenningi þar til annað verður tilgreint.
- Fjöldatakmarkanir á safninu miðast við 50 manns.
- Handspritt verður við inngang safnsins sem og annars staðar í safninu.
- Gestir eru vinsamlegast beðnir um að virða 2 metra regluna. Viðeigandi ráðstafanir og merkingar hafa verið gerðar til að auðvelda gestum að halda fjarlægð.
Sjá hér auglýsingu heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi 4. maí um takmörkun á samkomum vegna Covid-19.