Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir samstarfi við skipasmiði eða söfn

Tréskip í Þjóðminjasafni Íslands

10.10.2017

Reynsla seinustu ára hefur leitt í ljós að til þess að tryggja varðveislu gamalla tréskipa geti verið æskilegt að halda þeim sjófærum og á floti. 

Í Þjóðminjasafni Íslands eru tvö skip Norðurljósið ÍS 537, súðbyrðingur með þilfari sem smíðaður var af Sigmundi Falssyni árið 1939 og Snari ÞH 36, opinn vélbátur frá 1953 smíðaður af Aðalsteini Aðalsteinssyni. Ástand beggja kallar á viðgerð og því leitar safnið eftir því hvort áhugasamir skipasmiðir eða söfn væru reiðubúin að ganga til samninga um viðgerð og varðveislu þessara skipa. Það eru eindregin tilmæli að þeir sem hafa þekkingu, hæfni, áhuga og bolmagn á slíkum verkefnum setji sig í samband við Þjóðminjasafn Íslands við fyrsta hentugleika.

Vinsamlegast hringið eða sendið tölvupóst til Ágústs Ólafs Georgssonar s. 530 2294 eða agust@thjodminjasafn.is

Snari, áður Gustur. (Ljósmynd, Baldur Sigurgeirsson).

Norðurljós (Ljósmynd, Þjóðminjasafn Íslands, Skg-4233).