Fréttir

Nýjar ljósmyndir í Sarpi af útskornum og máluðum munum í Þjóðminjasafni Íslands

Sérfræðingar í skráningu í Þjóðminjasafni Íslands birtu nýlega 4000 nýjar myndir af yfir 350 gripum á ytri vef Sarps, www.sarpur.is. Um er að ræða myndir af útskornum og ámáluðum kistlum, kössum, stokkum og kirnum. Ljósmyndari er Ívar Brynjólfsson.

Myndirnar má sjá hér: Útskurður með og án mynda og málun með og án mynda. Safneign Þjóðminjasafns Íslands er skráð í Sarp – menningarsögulegt gagnasafn. Þar eru varðveittar upplýsingar um muni, myndir, fornleifar, hús, listaverk, hönnun, þjóðhætti og örnefni.