Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi

  • Fögnum fjölbreytileikanum

Á sýningunni tjá þrettán einstaklingar skoðanir sínar og tilfinningar. Þau eru á ýmsum aldri og koma úr ýmsum áttum en öll hafa þau komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti. 

Úrvalið ber tíðarandanum skýr merki – það fólk sem lagði baráttunni lið þegar hún var hörðust tók einkum til máls á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar, og frá þeim tíma eru flestar þær tilvitnanir sem hér birtast. Þar er brugðið upp brotum úr lífi og baráttu hinsegin fólks á Íslandi á liðinni tíð. Á sýningunni má lesa orð sem eitt sinn voru látin falla á ýmsum vettvangi, orð um það að glíma við eigin tilfinningar og horfast í augu við þær, orð til að leggja mannréttindum lið. Ólíkar raddir – en þó einnar ættar – mætast á lítilli sýningu þar sem einnig er brugðið er upp ljósmyndum af því fólki sem tekur til máls.

Fögnum fjölbreytileikanum

Sýningin var sett upp í Þjóðminjasafni Íslands í tengslum við Hinsegin daga 2013 og gerð í samvinnu við Samtökin 78.  Textahöfundur er Þorvaldur Kristinsson.

Sýningin Samanstendur af þrettán spjöldum 40 x 40 cm með texta og ljósmynd.

Inngangstexti sem sendur er sem pdf. til að prenta út.   Enskir textar í pdf.

Nánari uppl.: Eva Kristín Dal s: 530-2258,  eva.kristin@thjodminjasafn.is

Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.