Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu

  • Hjálmar R. Bárðason

Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009) fyrrverandi siglingamálastjóri var afkastamikill áhugaljósmyndari og gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Á sýningunni eru nýjar eftirtökur svarthvítra mynda úr safni hans, bæði landslagsmyndir og listrænar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988.

Farandsýning - Hjálmar BárðasonLjósmyndaferill Hjálmars spannaði tæp áttatíu ár. Hann lifði þrjú skeið í ljósmyndatækni; svarthvítar myndir, litmyndir og stafrænar myndir. Á sýningunni í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands getur að líta myndir frá því snemma á ferli Hjálmars og fram á 8. áratuginn. Hann myndaði í borg og sveit. Myndir hans úr Hornstrandaferð árið 1939 eru einstakar þar sem hann fór um og myndaði áður ómyndaðar slóðir og samfélag sem var að líða undir lok. Áratugum síðar var hann aftur á ferð um sömu slóðir og sést vel í þeim myndum hvernig mannvirkin hafa hrörnað og náttúran er að ná yfirhöndinni. Hjálmar myndaði eldgosin í Surtsey og Vestmannaeyjum, síldina á Siglufirði og listamenn að störfum. Þó hann  væri embættismaður í fullu starfi fann hann tíma til að sinna þessari ástríðu sinni.

Sýningin Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu var í Myndasal safnsins frá október 2011 til apríl 2012.

Samhliða sýningunni kom út sýningarskrá með úrvali mynda af sýningunni.

Fjöldi mynda: Myndirnar á sýningunni skiptast í flokka eftir myndefnum og má aðlaga stærð sýningarinnar eftir þeim.

 Frágangur: Myndirnar eru s/h og bæði innrammaðar og á fómspjölfum.

 Meðfylgjandi sýningargögn: Sýningartextar; myndatextar, skýringartextar  á rafrænu formi ásamt nánari upplýsingum ef óskað.

 

Kostnaður við sýningu er kr. 45.000.- auk flutningskostnaðar.

Nánari uppl.: Eva Kristín Dal s: 530-2258,  eva.kristin@thjodminjasafn.is

Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.