Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Altarisklæði frá Laufási
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Altarisklæði frá Laufási

JANÚAR 2019

1.1.2019

Þjms. 404/1867-46 

Gripur þessa fyrsta mánaðar ársins 2019 er 325 ára gamalt altarisklæði frá Laufási, Suður-Þingeyjarsýslu. Það er 115 x 99 cm að stærð, saumað með skakkagliti, pellsaumi og glitsaumi1 í hvítt hörléreft með marglitu ullarbandi. Átta blaða rósir þekja grunnflötinn en til beggja hliða eru bekkir með fuglamyndum. Neðst á klæðinu er bekkur með ísaumuðu bandaletri, og hefur hvert orð sinn lit:
ÞETTA ALTARISKLÆDE GIEFUR RAGNEIÐUR IONS DOTTER KIRKIUNNE AD LAUFASE FYRER LEGSTAD SINNAR SÆLU HJARTANS MODUR HOLMFRIDAR SIGURDAR DOTTUR 1694.

Eins og fram kemur í þessum orðum þá gefur Ragnheiður Jónsdóttir klæðið kirkjunni í Laufási „fyrir legstað sinnar sælu hjartans móður Hólmfríðar Sigurðardóttur” og talið er næsta víst að hún hafi einnig saumað það. Hins vegar átti þessi Hólmfríður tvær dætur sem báðar hétu Ragnheiður. Önnur þeirra var þriðja kona Gísla Þorlákssonar biskups á Hólum en hin var gift Torfa Jónssyni í Flatey.2 Sömuleiðis átti Hólmfríður dótturina Helgu sem gift var sr. Þorsteini Gíslasyni í Laufási og synina Sigurð í Holti í Önundarfirði og Ara sem var bóndi að Sökku í Svarfaðardal.3 Ari þessi gaf Laufáskirkju einnig altarisdúk fyrir legstað móður sinnar líkt og Ragnheiður4 og trúlegt má telja að sama hannyrðakonan hafi verið að verki við gerð beggja þessara klæða. Bæði altarisklæðið og altarisdúkurinn er samstæður altarisbúningur og einstakur frá þessum tíma.5 Þessa gripi færði Björn Halldórsson, prófastur í Laufási, Þjóðminjasafninu árið 1867 ásamt mörgum öðrum gripum þaðan.6

Það eru sterkar líkur á því að Ragnheiður, biskupsfrúin á Hólum, hafi saumað klæðið þar sem hún var annáluð hannyrðakona og hafði stúlkur í læri hjá sér sem nema vildu hannyrðir. Í vísitasíum nokkurra norðlenskra kirkna frá 17. og 18. öld eru ýmsir útsaumsgripir nefndir sem frá henni eru komnir og merktir henni.7 Ekki er þó ólíklegt að einhver þessara námsmeyja hafi einnig komið að útsaumi altarisklæðisins, sem er afar vandaður. Til marks um einstakan frágang útsaumsins er ranga klæðisins. Mynd af henni prýðir forsíðu ljóðabókarinnar Þessa heims eftir Guðrúnu Hannesdóttur8 sem kom út í desember á s.l. ári.


Gróa Finnsdóttir

Heimildir:

Elsa E. Guðjónsson. 2003. Íslenskur útsaumur. Kópavogi : höfundur.
Elsa E. Guðjónsson. 1976. Altarisdúkur Ara á Sökku. Ensk áhrif í íslenskum útsaumi á 17. öld. Í Guðni Kolbeinsson (ritstj.) Minjar og menntir. Afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn 6. desember 1976, bls. 130-144. Reykjavík: Menningarsjóður.
Guðrún Hannesdóttir. 2018. Þessa heims. Reykjavík : höfundur.
Sarpur.is


 

 


1) Elsa E. Guðjónsson 2003, bls.23 og 27 ; Elsa E. Guðjónsson 1976, bls. 130.
2) Sarpur.is: Þjms. 404/1867-46.
3) Elsa E. Guðjónsson 2003, bls. 58.
4) Sarpur.is: Þjms. 405/1867-47 og Elsa E. Guðjónsson 2003, bls. 58.
5) Sjá nánar um altarisdúkinn: Elsa E. Guðjónsson 1976, bls. 130-144.
6) Elsa E. Guðjónsson, 1976, bls. 130.
7) Elsa E. Guðjónsson, 2003, bls. 58.
8) Guðrún Hannesdóttir 2018.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica