Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Forsetakosningar 1968
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Auglýsing um kosningahátíð. Forsetakosningar 1968.

Júní 2016

7.6.2016

Gripur júnímánaðar tengist forsetakosningum. Gripurinn er auglýsing frá ungum stuðningsmönnum Kristjáns Eldjárns fyrir forsetaframboð hans árið 1968, en hann bauð sig fram gegn Gunnari Thoroddsen það ár.

Í ævisögu Kristjáns má lesa að menn komu að máli við hann, m.a. Eysteinn Jónsson, þegar árið 1967 og hvöttu hann til að bjóða sig fram til forseta, en hann aftók það með öllu. Var þá leitað til annarra sem þótti líklegt að samstaða yrði um, en það var enginn sem tók jákvætt í þá málaleitan. En þeim fjölgaði jafnt og þétt sem hvöttu Kristján til að gefa kost á sér og komu þær óskir úr öllum áttum. Ýmsir hafa verið nefndir sem hvatamenn að framboði hans, en þar má m.a. nefna Jóhannes Elíasson, bankastjóra, Stefán Jóhann Stefánsson, Pétur Benediktsson og Ragnar Jónsson í Smára. Að lokum fór svo að Kristján lét undan þessum mikla þrýstingi og ákvað 17. mars 1968 að bjóða sig fram til forseta.1

Í fyrrnefndri auglýsingu er boðað til kosningahátíðar í Háskólabíói sunnudaginn 16. júní kl. 3 eftir hádegi, en forsetakosningarnar fóru fram 30. júní það ár. Á dagskránni voru m.a. ávörp, þjóðlagaflutningur Ríó Tríós, einsöngur, ljóðalestur og upplestur.

Meðal þeirra sem stóðu að auglýsingunni voru þekkt nöfn eins og Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor, Hjörtur Pálsson skáld, Kristbjörg Kjeld, leikkona, Róbert Arnfinnsson, leikari,  Baldvin Halldórsson, leikari, Gunnar Eyjólfsson, leikari, Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari og Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson, meðlimir í Ríó Tríói.2

Þá kom fram á fundi með blaðamönnum sem stuðningsmennirnir héldu, að allir væru velkomnir á kosningahátíðina, ungir sem gamlir og að sjónvarpað yrði frá hátíðinni í anddyri Háskólabíós. Á þessum fundi kom einnig fram hjá Ragnari Jónssyni, sem var framkvæmdastjóri framboðsins, að í vikunni á eftir kæmi út blað ungra stuðningsmanna Kristjáns, sem héti Ný kynslóð. Spurt var út í kostnað við kosningabaráttuna og kvað Ragnar hann vera áætlaðan um 2 milljónir króna. Þá sagði Ragnar einnig að engir árekstrar hefðu orðið milli stuðningsmanna frambjóðendanna tveggja í kosningabaráttunni.3

 Þjms. 2008-11-14


Már Einarsson


1) Gylfi Gröndal (1991). Kristján Eldjárn: Ævisaga. Forlagið : Reykjavík.

2) Sarpur: http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=314283

3) Morgunblaðið, 14. júní 1968. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageld=1394548


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica