Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Kross Appolóníu Schwartskopf
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Kross Apolloniu Schwarzkopf

SEPTEMBER 2020

1.9.2020

Þjms. 10917

Gripur septembermánaðar1 er brjóstkross á þrefaldri festi úr silfri og með gyllingum sem eignaður hefur verið Appolloniu Schwarzkopf. Krossinn sjálfur hangir niður úr kornsettu hringavíravirki, algylltu, og eru krossarmarnir 10,7x10,5 cm að stærð. Þeir ganga út frá ferhyrndu hylki, 4,8x4,9 cm, sem á er greypt krossfestingarmynd og á örmunum eru gylltar myndir af einkennisverum guðspjallamannanna.Kross Appolóníu Schwartskopf-bakhlið Opnanlegt lok er á bakhlið hylkisins og á það er steypt mynd af Ólafi helga, en á krossarmana myndir af Maríu Magdalenu, dýrlingunum Katrínu og Barböru ásamt Maríu mey með Jesú. Innan á hliðar hylkisins er bókstafurinn „l“ grafinn og á lokinu eru fjórir stimplar (merki gullsmiðsins DSK og ártalið 1717, merki Kaupmannahafnar og ártalið 1718, merki þáverandi silfurvarðar (?) og mánaðarmerki hrútsins). Kross þessi virðist gerður með kaþólskan helgidómakross að fyrirmynd og er höfundur hans Norðmaðurinn Daniel Schwarzkopf, sem búsettur var í Kaupmannahöfn um þetta leyti. Hann var faðir hinnar þekktu Appolloniu Schwarzkopf sem lést á voveifilegan hátt á Bessastöðum árið 1724 og er talið að krossinn hafi verið eign hennar.Kross Appolóníu Schwartskopf-bakhlið2
Appollonia kom hingað til lands árið 1722 til að sækja rétt sinn gagnvart Niels Fuhrmann, norskum amtmanni sem kom til Bessastaða árið 1718. Þau voru trúlofuð úti í Kaupmannahöfn áður en hann kom hingað til lands, en mun hafa rofið heit sitt við Appolloniu sem hún síðan kærði og var Fuhrmann í kjölfarið dæmdur til að kvænast henni og greiða henni að auki 200 dali árlega. Lét Fuhrmann gera henni sérstakt húsnæði á Bessastöðum og munu þau hafa átt samneyti þar um hríð, þótt ekki kvæntist hann henni. Ári síðar kemur síðan að Bessastöðum fyrir tilstuðlan amtmanns, dönsk stúlka að nafni Karen Holm, sem var dóttir ráðskonu hans, Katharinu Holm. Munu þau hafa fellt hugi saman, eðlilega í mikilli óþökk Appolloniu sem var nú lögð í einelti af þeim mæðgum, ásamt fleirum sem fylgdu þeim að málum. Hætti amtmaður smám saman að hafa nokkurt samneyti við hana og mataðist ekki með henni, né vildi hafa með henni nokkrar samvistir. Taldi hún að þær mæðgur vildu sig feiga og reyndu að eitra fyrir sér og greindi hún m.a. Corneliusi Wulff, landfógeta frá grunsemdum sínum. Gerðist Appollonia mjög sjúk um vorið 1724 og lést síðan þann 20. júní, eftir að hafa borðað graut sem hún sjálf sagði hafa verið eitraðan og var hún jörðuð í Bessastaðakirkju þann 29. júní. Mál Appolloniu Schwarzkopf var þó ekki úr sögunni því tæpu ári síðar hófust réttarhöld í málinu hér heima að tilstuðlan Frantz Schwarzkopf, bróður Appolloniu. Voru þar mörg vitni leidd fram en þó aldrei þau vitni sem lágu undir mestum grun. Eftir tvenn mjög umdeild réttarhöld voru sýknudómar kveðnir upp, árin 1725 og 1726, þar sem þær mæðgur Karen og Katharina Holm eru sýknaðar, en öllum ber nú saman um eftir að hafa lesið þau dómsgögn sem fyrir hendi eru að mjög sterkar líkur séu á því að þær hafi a.m.k. átt einhvern þátt í dauða Appolloniu. Þess ber þó að geta að í tímaritinu Iðunni frá árinu 1924 skrifar Einar H. Kvaran grein um skilaboð sem Appollonia mun hafa átt að hafa komið til skila gegnum andaglas árið 1917, þar sem hún sjálf kveðst hafa tekið inn eitrið en kennt öðrum um. Hver sem sannleikur þessa fræga máls er þá er fegurð þessa dýrgrips sem hér sést og er kenndur við Appolloniu Schwarzkopf ótvíræð.

Gróa Finnsdóttir

Heimildir:

Einar H. Kvaran: „Af Álftanesi“. Iðunn, 8(1924)4, s. 245-261
Guðbrandur Jónsson: „Apollonia Schwarzkopf“. Blanda, 6(1939)4, s. 334-361
Matthías Þórðarson: „Nokkrar Kópavogs-minjar“. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1929, s. 1-33
Sarpur, munaskrá Þjóðminjasafns Íslands: sarpur.is

 


1) Grein þessi var áður birt í svipaðri gerð á heimasíðu Þjóðminjasafnsins í nóvember 2011


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica