Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Loftskip
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Loftskip

Maí 2016

24.5.2016

Þessa eftirlíkingu af loftskipi, gerð úr blikki, keypti Sigríður Björnsdóttir Blöndal handa syni sínum, Birni Jónssyni Blöndal, í versluninni Thorngren á Strikinu í Kaupmannahöfn um 1910. Í skráningu í Sarpi segir: „að forminu til er leikfangið sívalt í laginu. Það er gult með litlum rauðum þyrlum, einni fremst og einni á sitthvorri hlið. Hægt er að draga loftfarið upp og snúast þá þyrlurnar, bandspotti hangir neðan í og mátti binda hann við eitthvað t.d. ljósakrónu og sigldi eða flaug þá loftfarið um í hringi. Það er framleitt í Þýskalandi merkt fyrirtækinu Lehmann EPL-II nr. 652.“1  

LoftskipLeikfangið var framleitt af þýska leikfangaframleiðandanum Ernst Paul Lehmann Patentwerk á árunum 1912 til 1938 en það fyrirtæki er enn starfrækt í dag.2 

Fyrstu loftskipin voru smíðuð af þýska greifanum von Zeppelin í kringum aldamótin 1900, en um áratug tók að þróa þau. Loftskipin voru nýtt af Þjóðverjum til hernaðar í fyrri heimsstyrjöldinni. 

Loftskipið Graf Zeppelin var stærsta loftskipið sem smíðað var en smíði þess lauk árið 1928.3  Það flaug tvisvar til Íslands. 17. júlí 1930 flaug loftskipið yfir Reykjavík en hafði þá aðeins loftskeytasamband4  og um ári síðar, þann 1. júlí 1931, kom það öðru sinni til bæjarins. Þá hafði loftskipið viðdvöl fyrir ofan Öskjuhlíð og voru þá tveir póstpokar hífðir upp í það, en 5 slíkum pokum fleygt út úr því á móti.5  Margir tóku myndir af þessum viðburðum og hafa ljósmyndir sem sýna loftskipið við hin ýmsu reykvísku og íslensku kennileiti varðveist. Má segja að þær myndir séu að vissu leyti súrrealískar þar sem loftskip virðist ekki passa inn í aðstæður og hefur það eflaust  verið upplifun fólks er það sá skipið fljúga yfir. Þetta hefur án efa verið merkisviðburður, enda „þustu bæjarbúar á fætur og fjölmenntu suður á Öskuhlíð til að fagna loftfarinu“.6 

Sérstakur póststimpill var gerður fyrir ferðina eins og gilti um flestar ferðir loftskipsins. Hann var þríhyrndur, grænn að lit og stóð á honum „Luftschiff Graf Zeppelin Islandsfahrt 1931“. Eftirsóknarvert þótti að eiga póst stimplaðan í loftskipinu.7  Samhliða voru teknar loftljósmyndir úr skipinu og seldar að förinni lokinni. Þannig eru til merkilegar myndir meðal annars úr Austur Skaftafellssýslu en þangað kom loftfarið fyrst að landi.

Þjms. 1972-17

Kristín Halla Baldvinsdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Opnunartími og verð
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • FAQ
        • Press access to the Museum
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica