Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Nesstofa við Seltjörn

Ágúst 2014

1.8.2014

Gripur ágústmánaðar er Nesstofa við Seltjörn á Seltjarnarnesi sem reist var á árunum 1760- 1767 sem embættisbústaður fyrsta landlæknis Íslands, Bjarna Pálssonar. Nesstofa er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins síðan 1979.

Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum landsins og liður í tilraunum til nýtískulegri húsbygginga sem íslenskir ráðamenn beittu sér fyrir. Arkitektinn Jakob Fortling teiknaði húsið og íslenskt grágrýti sem bundið er saman með dönsku kalki er gott dæmi um hvernig dönsk og íslensk byggingarhefð mætast í Nesstofu. Danskur grasateiknari málaði apótekið veturinn 1765 og hafa skreytingar hans varðveist vel en lyfsala hófst í húsinu árið 1772 en einnig starfaði þar ljósmóðir auk landlæknis.

Upprunalega stóð húsið ekki stakt heldur var þyrping bæjar- og útihúsa úr timbri og torfi allt í kring. Gömlu steinhúsin voru upphaflega með bikuðum timburþökum sem reyndust illa við íslenskar aðstæður og láku en nú hafa öll húsin nema Nesstofa annarskonar þakklæðningu. Íslenskt vaðmál var notað til að þétta timburþakið en smíðalag þaksins er íslenskt þó formið og efniviðurinn sé danskur.

Árið 2009 lauk umfangsmiklum viðgerðum á Nesstofu en lögð var áhersla á forvörslu og varðveislu elstu byggingarhlutanna í þeim tilgangi að varðveita sem best upprunalega gerð hússins. Áður höfðu farið fram framkvæmdir á ytra byrði hússins og vestari helmingi komið í endanlegt horf ásamt útbyggingunni. Að viðgerðunum vann þverfaglegur hópur sérfræðinga á sviði húsverndar og þjóðminjavörslu en húsið gefur góða mynd af því hvernig steinhúsin litu út á átjándu öld. Nesstofa er því mikilvægur fulltrúi þess kafla í íslenskri byggingarlistarsögu sem nefndur hefur verið gömlu íslensku steinhúsin. Mikilvægur liður í viðgerðunum var að gera rannsóknir á málningarleifum í húsinu. Upphaflega voru veggir kalkaðir en í ljós kom að litir í húsinu voru í samræmi við tískuna í Evrópu sem bárust í gegnum Danmörku til Íslands.

Í húsinu stendur nú yfir sýningin Nesstofa-Hús og saga en á henni er aðaláhersla lögð á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess en auk þess nokkra þætti í merkri sögu hússins. Á sýningunni má meðal annars skoða málningarleifar sem rannsakaðar voru sem og grágrýtið sem límt var saman með dönsku kalki auk lækningaminja. Við Nesstofu stendur Urtagarður sem opinn er almenningi og sýnir þær lækningajurtir sem ræktaðar voru á þeim tíma sem landlæknir og lyfsali störfuðu í húsinu.

Sýningin stendur til loka ágúst 2014 frá 13-17.

Ólöf Breiðfjörð

Heimildir:

Heimasíða Þjóðminjasafns Íslands: http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/husin-kort/nr/333


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica