Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Nikulásarbikar
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Nikulásarbikar

MARS 2019

1.3.2019

Þjms. 10937

Í kaþólskum sið tíðkaðist að kirkjur væru helgaðar dýrlingum og helgum mönnum sem vernduðu kirkju og sóknarbörn. Oddakirkja á Rangárvöllum var helguð heilögum Nikúlási, verndara sæfara og barna. Hann var vinsæll dýrlingur hér á landi sem og annars staðar á kaþólskum tíma. Alls voru þrjátíu og þrjár kirkjur á Íslandi tileinkaðar honum og hann var meðdýrlingur tólf annarra. Gripur mánaðarins að þessu sinni er svokallaður Nikulásarbikar sem er talinn vera frá um 1500, en bikarinn var áður í Oddakirkju og dregur nafn sitt af heilögum Nikulási.

Nikulásarbikarinn er 22,5 cm á hæð í gotneskum stíl og er búinn til úr fægðri kókoshnetu, sem komið er fyrir á silfurfæti, sem er eins og kaleiksfótur. Sex skrautleg silfurbönd liggja frá botnplötunni og upp að fláandi silfurvari sem vernda hnotuna. Um varið er grafin leturlína með gotneskum upphafsstöfum: HIALP MARIA MER MVN EG TREISTA Þ(ér).

Bikarinn er afskaplega fallegur og einstæður meðal íslenskra forngripa, en miðað við máldaga kirkna hefur hann átt marga sína líka á miðöldum. Kókoshnetubollar sem drykkjarílát sáust fyrst hjá efnafólki í Bretlandi kringum 13. öld. Svipuð drykkjarílát voru einnig gerð úr strútseggjum. Það verður að teljast ólíklegt að bikarinn hafi verið notaður undir messuvín við messuhald þótt fagur sé, því skurnin er gljúp og gæti dregið í sig vínið. Í máldögum kirkna er hann heldur ekki talinn með kaleikum heldur er hans getið sérstaklega sem skurn. Í vísitasíu frá Odda árið 1641 segir „Silfurbúið skurn, kalllað Nikulásarbikar, vænt“. Árið 1575 er nefnd „skurn silfurbúið“ og 1553 „skurn búin með loki“. Það eru þó engin ummerki um það á Nikulásarbikarnum nú að á honum hafi nokkurn tímann verið lok.

Sennilega hefur Nikulásarbikar verið ætlaður til þess að drekka minni helgra manna. Heilög María var einn vinsælasti verndardýrlingur miðalda og verndardýrlingur eða meðdýrlingur í fjölda kirkna á Íslandi. Í tveimur varðveittum skinnhandritum hafa ljóðlínurnar „Hjálp María mér, mun eg treysta þér“ verið skrifaðar á spássíu og er talið að þær hafi verið skrifaðar þar um 1500. Í Maríulykli, sem er eignaður Jóni Pálssyni Maríuskáldi og að líkindum ortur á seinni hluta 15. aldar eru þessar ljóðlínur: Bjarg María mér/mest treysti eg þér. Þetta er svipuð áletrun og er á bikarnum og ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður til að drekka minni hennar.

Nikulásarbikarinn var seldur frá kirkjunni á Odda til Kúnstkammersins í Kaupmannahöfn árið 1784 og kom til danska þjóðminjasafnsins árið 1848. Hann var meðal þeirra gripa sem bárust Þjóðminjasafninu að gjöf frá Danmörku í tilefni þúsunda ára afmælis Alþingis árið 1930. Bikarinn er nú á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og þar er tilvalið að berja gripinn sjálfan augum.

Helga Vollertsen

Heimildir:
Kristján Eldjárn. (1994). „Silfurbúið skurn kallað Nikulásarbikar“, Í Hundrað ár í Þjóðminjasafni, nr. 67. Reykjavík: Mál og menning.
Vísindavefurinn: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4659
Sarpur.is: http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=336869


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica