Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Skautbúningur
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Skautbúningur

Desember 2015

24.12.2015

Eftir miðja 19. öld klæddust konur á Íslandi í auknum mæli samkvæmt evrópskri tísku. Sigurði Guðmundssyni málara þótti það slæm þróun og vildi hefja klæðnað landans á þjóðlegra stig. Hann lagðist í rannsóknir og gerði tillögur að skautbúningi sem byggðist á eldri hátíðarbúningi íslenskra kvenna, faldbúningnum.

Sigurður leitaði víða fanga í munsturteikningum sínum, s. s. til grískra og býsanskra mynstra, sem þá höfðu náð nokkrum tískuáhrifum í tengslum við nýklassík. Þá horfði hann til íslenskra jurta, rannsakaði þær bæði úti í náttúrunni og í bókum. Í mynstrum hans má einnig sjá áhrif úr fornum handritalýsingum. Síendurteknar fléttur og jurtateinungar eru því áberandi í útsaumsmynstrum og skarti skautbúningsins. Eldri hátíðarbúningar voru gjarna litskrúðugir en Sigurður málari vildi hafa búninginn svartan. Hann áleit svartan vera þjóðlit Íslendinga og að hann ætti best við íslenskan hörundslit. Skautbúningurinn var fyrst borinn árið 1859 og náði fljótt allnokkrum vinsældum. Nafn hans er dregið af höfuðfatinu, skautfaldinum, en í fyrstu beindust gagnrýnisraddir einmitt helst að höfuðbúnaðinum, sem sumum þótti hreint og beint ljótur. Skautbúningurinn náði þó fótfestu sem hátíðarbúningur íslenskra kvenna og hefur haldist með svipuðu sniði til dagsins í dag.

SkautbúningurÚtsaumurinn á íslenskum búningum er iðulega hreint listaverk. Vitað er að hann var verk kvenna en nöfn listakvennanna eru alla jafna óþekkt. Svo er einnig um skautbúninginn sem hér er til sýnis. Saumgerðin í boðungum skauttreyjunnar er svokölluð baldýring og er saumuð með gylltum vírþræði. Saumgerðin í mynsturbekknum neðst á pilsinu, sem einnig er kallað samfella, er skattering. Mynstrin eru bæði sótt í mynsturskissur Sigurðar málara og blómið í báðum tilfellum er engjarós sem á pilsinu er samofin býsönskum jurtafléttum. Silfur- og gullsmíði var fram á 20. öld í höndum karla og nöfn þeirra eru oft á tíðum þekkt.

Skartið við búninginn sem sýndur er í Safnahúsinu smíðaði Magnús Erlendsson. Það er úr gulli og því nánast einstakt í sinni röð. Gull var afar sjaldgæft á Íslandi og búningaskart alla jafna unnið úr silfri eða ódýrari málmum. Smíðisgerð skartsins er loftverk, fornt handverk sem þekktist nokkuð víða á síðmiðöldum en týndist þegar fram liðu stundir. Föður Magnúsar hafði áskotnast beltisstokkur með loftverki sem hann rakti upp og fann þannig út hvernig smíða mætti eftir honum. Síðar hafa fleiri smíðað loftverk, en það einkennist af útskornum laufum, fléttum og vafningum í síendurteknu mynstri


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica