Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 7-Juli-Gripur-ur-Kuabot-K-3102_1593165148010
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Skreyttur viðargripur frá Kúabót

JÚLÍ 2020

1.7.2020

Árið er 1973 og við erum stödd á Suðurlandinu nánar tiltekið í Álftaveri. Fornleifauppgröftur er í gangi undir stjórn Gísla Gestsonar en uppgröfturinn hófst árið áður. Minjasvæðið er nokkuð sérstakt, rústirnar umluktar vatni og unnið er í kapp við tímann. Staðurinn nefnist Kúabót og er staðsettur milli tveggja áa sem heimamenn af sinni alkunnu hægversku hafa kallað Austasti og Vestasti Kælir. Rústirnar í Kúabót eru hreint út sagt magnaðar en í þessum pistli er hugmyndin að fjalla um einn grip þaðan. Gripurinn sem um ræðir fannst í eystra sáfarinu í búrinu (Lilja Árnadóttir 1987). Í Sarpi er gripnum lýst með eftirfarandi hætti:

„Útskorin spýta, flöt og kringlulaga. Kantur 1 cm á breidd er með brún. Tvö eyru ganga út frá kringlunni og er slétt hliðin milli þeirra. Á framhlið eyrnanna eru þrjú strik og einnig aftan á öðru þeirra. Stærð 17,3 x 11,2, þ. 0,4-0,6, þykktin var meiri þegar hluturinn fannst. Var í eystri sá í búri. Þórður Tómasson safnstjóri í Skógum fann hluta úr áþekkum grip á 1,5 m dýpi á bæjarstæðinu á Dyrhólum í Mýrdal. Verið var að grafa fyrir nýjum mannvirkjum. Tilgáta er uppi um að þetta sé eins konar spaði eða skafa.“

Fólki gæti þótt augljóst að hér sé um ræða disk, platta, spaða, sköfu eða ausu. Það er vissulega ekki ósennilegt en hér á eftir ætlar höfundur að velta fyrir sér hvort gripurinn gæti hafa tengst listaverki. Fyrir þeirri túlkun liggja að minnsta kosti tvenns konar rök. Í fyrsta lagi er myndefnið og stílbrigðin sem sjá má á gripnum vel þekkt og í öðru lagi eru vísbendingar á gripnum um að hann gæti hafa verið málaður.

Þekkt myndefni
Það sem fangar athygli höfundar strax við gripinn er hringlaga formið, gatið á miðjum fletinum og „vængirnir“ tveir. Vængirnir innan gæsalappa því það var túlkun Gísla Gestssonar, en það er ekki ósennilegt að hér sé fremur um að ræða lauf og þá hugsanlega pálmalauf. Ellen Marie Magerøy sem rannsakaði plöntuskreyti í íslenskum tréskurði komst meðal annars að því að pálmalauf væru algeng í íslenskum tréskurði á miðöldum (Magerøy 1969). Þau eru líka algengt kristið tákn en uppruna þeirra má rekja allt til Nineveh taflanna í Mesapótamíu eða til 7. aldar fyrir Krist (Scarre 2010). Fræðimenn hafa því lengi rannsakað pálmalauf sem myndefni í listaverkum liðinna alda.

Pálmalauf í listaverkum miðalda virðast koma fram í öllum efnum; steinum, málmi, gleri og viði. Í íslensku samhengi hafa þau hinsvegar aðallega varðveist í handritum, eins og Jónsbók og Codex regius, Grágás, á drykkjarhornum og á viðarfjölum. Sjá má pálmalauf á fjölunum frá Laufási, Mælifelli, Flatartungu, Bjarnarstaðarhlíð og Möðrufelli (Magerøy 1969, 2000). Nokkur breytileiki er í pálmalaufunum á þeim fjölum sem nefndar voru hér á undan og þennan breytileika er hægt að rannsaka nánar og aldursgreina. Pálmalaufin sem eru sýnileg á fjölunum frá Möðrufelli hafa einn stilk og tvö lauf frá hvorri hlið og hefur Magerøy aldursgreint stílbrigðin til 11. aldar (Magerøy 1969 bls. 30-31) (Magerøy 1969 bls. 23, Matthías Þórðarsson 1917 bls. 26-30). Pálmalaufin sem sjá má á gripnum frá Kúabót eru ekki ósvipaðar þeim sem sjá má á fjölunum frá Möðrufelli og því hugsanlegt að gripurinn sé ekki eldri en frá 11. öld.

Stílafbrigði frá 10. öld til 12. aldar eru mjög mögnuð og auðvelt að týna sér í grúski er tengjast þeim. Tímabilinu mætti líkja við mikinn súpupott hugmynda þar sem kristnir og heiðnir myndheimar mætast. Í lok tímabilsins fer í auknum mæli að koma fram tilhneiging til stjórnunar í hinu listræna myndefni og reglur færast í aukana. Stílar fyrir þann tíma eins og Jalangur stíll virðast hins vegar einkennast af óskipulegu jafnvægi (Wilson 2008, Frederiksen 2010, Klæsøe 2002). Til einföldunar hefur þetta verið kallað rómantísk áhrif en þau komu meðal fram í alls konar plöntum, (t.d. liljum og rósum) og dýrum (t.d. hjörtum og ljónum) sem voru innan í ramma eða hring (Snyder & Luttikhuizen & Ververk 2006).

Var gripurinn málaður?
Þegar gripurinn frá Kúabót er grandskoðaður sjást litlir skurðir á hringlaga fletinum. Skurðirnir virðast fljótt á litið hafa lítið með gripinn að gera, ekki nema að þetta sé diskur og skurðarförin einfaldlega för eftir eggáhald. Það skal ósagt látið hér. Hins vegar er athyglisvert að velta fyrir sér skurðarförunum í tengslum við málningaaðferðir miðalda. Til þess að ná jöfnum viðarfleti voru fyrst skornar litlar rákir og því næst sett límkennt efni yfir þær. Að lokum var flöturinn grunnaður með kalkblöndu (Grinder-Hansen 2004).

Gætu skurðirnir á gripnum frá Kúabót tengst þessu? Ef svo hefur verið er líklegt að gripurinn hafi verið málaður en vísbendingar eru um að margir af þeim viðargripum sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni Íslands frá svipuðum tíma hafi upprunalega verið fagurlega málaðir (Hörður Ágústsson 1989, Þóra Kristánsdóttir 2005). Því er ekki óhugsandi að fleiri listrænir gripir frá þeim tíma hafi verið það einnig.

Notagildi efnismenningar
Að rannsaka notagildi efnismenningar getur verið nokkuð snúið. Og ekki einfaldast málið þegar um er að ræða forna gripi. Notagildið getur nefnilega verið margþætt, það getur breyst yfir tíma og farið eftir aðstæðum. Notagildið getur líka verið mjög huglægt og breyst eftir því sem hugmyndir okkar breytast. Þetta hefur án efa líka átt við um viðargripinn frá Kúabót. Þrátt fyrir varnaglana eigum við ekki að vera hrædd við að túlka efnismenninguna, setja gripi í samhengi og reyna að komast nær þeim.

Í þessum stutta pistli hef ég kynnt grip sem mér finnst magnaður. Skreyttir gripir eiga það oft sameiginlegt að þeir gefa færi á mörgum áhugaverðum túlkunum. Það er hins vegar ljóst að ekki er öll sagan sögð hér. Við höfum rétt skrapað yfirborðið, rétt gægst bakvið tjöldin og virt fyrir okkur leyndardóma viðargripsins frá Kúabót.

Ármann Guðmundsson

 

 

Heimildir:

Frederiksen, Hans Jörgen (2010). Kunsthistorie. Í Højris, Ole & Ingesman, Per (ritstj.) Middelalderens verden, bls. 209-225. Aarhus: Aarhus universitets.

Grinder-Hansen, Poul (2004). Kunsten. Í Roesdahl, Else (ritstj.) Dagligliv i Danmarks middelalder, bls. 262-288. Aarhus: Aarhus universitetsforlag.

Hörður Ágústsson (1989). Dómsdagur og helgir menn á Hólum. Reykjavík: Hið Íslenska bókmenntafélag.

Klæsøe, Iben Skibsted (2002). Hvordan de blev til: Vikingetidens stilgrupper fra Broa til Urnes. Í Nielsen, Karen Høilund (ritstj.) Hikuin 2, bls. 75-104.

Lilja Árnadóttir (1987). Kúabót í Álftaveri. Árbók hins Íslenzka fornleifafélags 1986, bls. 7-102.

Magerøy, Ellen Marie (1957). Íslenzkur tréskurður í erlendum söfnum (upphaf). Árbók hins Íslenzka fornleifafélags 1955-1956., bls. 87-121.

Magerøy, Ellen Marie (1958). Íslenzkur tréskurður í erlendum söfnum (framhald). Árbók hins Íslenzka fornleifafélags 1957-1958, bls. 5-129.

Magerøy, Ellen Marie (1967). Plantornementiken i islandsk treskurd : en stilhistorisk studie. Munksgaard.

Matthías Þórðarsson (1917). Útskornar þiljur frá Möðrufelli. Árbók hins Íslenzka fornleifafélags 1916, bls. 26-30.

Sarpur.is: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=464322

Scarre, Christopher (2010). The Human Past: World Prehistory and the Development of Human Societies. Thames & Hudson.

Wilson, David M. (2008); The development of Viking art. Í Brink Stefan (ritstj.) The Viking world. New York : Routledge. bls. 323-341.

Þóra Kristjánsdóttir (2005): Mynd á Þili: Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17., og 18.öld, bls. 12. Reykjavík: JPV og Þjóðminjasafn Íslands.

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica