Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Þó ekki væri nema langspil“

Mars 2014

1.3.2014

A-14545

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins eru tvö langspil. Þau eru ákaflega ólík að gerð og velta þar af leiðandi upp spurningum um hvað langspil sé. Langspilið sem skráð er með safnnúmerinu A-635 er líkara langspilum eins og þau hafa mótast í huga þjóðarinnar sem ákveðið tákn, enda haganlega gert með hljómbotni með mynstrinu „ávöxtur lífsins“. Mörg langspil hafa í seinni tíð verið smíðuð með fyrst og fremst þetta að fyrirmynd. Langspil eru aftur á móti margvísleg að gerð og lögun. Sem dæmi má nefna langspil skráð A-14545 sem Pike Ward kaupmaður gaf Þjóðminjasafninu, en hann safnaði munum á Suður- og Vesturlandi mest þó á Ísafirði um aldamótin 1900.
Langspilið (A-14545) er úr furu og eru tveir stokkar hvor ofan á öðrum og því sterkur og mikill hljómbotn. Oft er talað um að langspil sé best að hafa á borði, en ekki er víst að borð hafi verið til á öllum heimilum á gullöld langspilsins (frá u.þ.b. miðri 18. til miðrar 19. aldar). Þetta langspil þarf hins vegar ekkert borð. Tveir strengir liggja yfir þverböndin og þverböndin eru með beini sem er fest ofan í tré. Einn „drón“ eða orgeltónsstrengur er ofan við og einn ómstrengur (eða resónans strengur) líkt og á harðangursfiðlu, indverskum sítar eða hinu norska hljóðfæri langeleik sem oft er borði saman við langspil. Því væri hægt að leika tvær nótur á móti bassanótunni en ekki eina eins og á flestum langspilum. Þar að auki eru þverböndin færanleg sem verður að teljast einstakt meðal þeirra hljóðfæra sem varðveist hafa. Boginn er með hrosshárum og er sér hólf fyrir bogann á hljóðfærinu. Hljóðfærið var strenglaust þegar tekið var við því en langspil eru sögð hafa ýmist haft hrosshársstrengi, messínstrengi eða látúnsstrengi.

Um miðja 19. öld voru til langspil um allt land, mörg hver heimasmíðuð og af ýmsum gerðum, en á seinni hluta aldarinnar virðist spilamennskan hafa dregist saman. Á fyrri hluta 20. aldar fannst varla sú manneskja sem kunni að spila á langspil. Spilatæknin og tónlistarhefðin hefur því ekki varðveist og ómögulegt er að segja hvernig tónlist spiluð á langspil hefur hljómað. Finnur á Kjörseyri lýsti þessu þó þannig: „Þannig sá ég t.d. einstöku menn í ungdæmi mínu er spiluðu þannig á langspil, að þeir létu fingurinn leika lítið eitt fram og aftur á hverri nótu, er þeir studdu á, og kölluðu þeir það að „láta hljóðið dilla“. Af þessu leiddi, að söngurinn hjá þessum mönnum varð lítið annað en einlægir smá ringir og trillur.“ Kannski gæti þetta tengst raddtækni sem beitt var í kvæðalögum, en þar var talað um stílbrigði eins og rykk, hnykk eða dillandi sem var mikilvægur partur af því stílbrigði sem tíðkaðist í rímnakveðskap a.m.k. á Breiðafirði snemma á 20.öld.

Kannski hefur mönnum ekki þótt langspilið fínt þegar ný tónlist var að ryðja sér til rúms. Á sjálfri gullöld langspilsins um miðja 19. öld þótti prestum á Þórsnesþingi söng í kirkjum vera ábótavant og vildu helst senda einhvern ungling erlendis í nám til þess að læra söng og helst einnig á hljóðfæri, „þó ekki væri nema langspil.“ En hvergi hefði líklega verið betri staður á þeim tíma til að læra á langspil en hér á landi.

Okkar hugmyndir um hljóðfæri hafa breyst og við gerum ráð fyrir að hljóðfæri sem heita sama nafni séu lík að gerð, stöðluð og geti auðveldlega lesið sömu nóturnar, en sú hugmynd er líklega seinni tíma hugmynd, mótuð af hljóðfærum og tónmenningu iðnbyltingarinnar. Erfitt er að rekja uppruna langspils því mörg samskonar hljóðfæri fyrirfinnast víða um Evrópu og víðar. Sumir vilja jafnvel rekja langspilið aftur til einstrengings Pýþagórasar en kannski er hægt að rekja það ennþá lengra aftur.

Guðmundur Steinn Gunnarsson


Heimildir:

Bjarni Þorsteinsson: Íslensk þjóðlög, Kaupmannahöfn, 1906-1909.

Friðrik Guðni Þórleifsson: Um Langspil, lokaritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands, Reykjavík, 1971.

Hildur Heimisdóttir: Langspil and Icelandic Fiðla, útskriftarritgerð samhliða námi í sellóleik við Det Jyske Musik konservatorium Århus, 2012.

Hreinn Steingrímsson: Kvæðaskapur, Reykjavík, 2000.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica