Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Sjö plánetur-forsíða
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Til lærdóms og minnis: skrifað anno 1747

Mars 2017

2.3.2017

Á meðal þeirra rúmlega 120.000 gripa sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni Íslands má einnig finna handrit. Eitt þeirra fékk merkingu Þjms. 2008-54-1, en er betur þekkt undir nafninu „Sjö plánetur,” sem er fengið af titilblaðinu sem segir: „Hier skrifast | umm þær | Siø pla̋netuR | þeirra nøfn na̋tturu | og verkan | Item þaug Tolf merke | og þeirra art og | Eigenn legleika | Skrifad | Anno 1747.”

Sjö pláneturHandritið er í áttablaðabroti (8vo) og inniheldur samtals 148 pappírsblöð. Bandið er úr skinnklæddum tréspjöldum og því fylgir skinnskjóða. Textaumbrotið er einfalt og lítið er um skreytingar, þótt fyrirsagnir séu víða með stærra letri, með skreyttum upphafsstöfum og sum staðar með pennaflúri. Skrifflötur, leturstærð, fjöldi lína og þéttleiki skriftar eru breytileg, sem ýjar að því að handritið var ekki skrifað jafnóðum, heldur var efninu bætt við yfir lengra tíma. Eins og titilblaðið gefur í skyn snýst innihaldið að miklu leyti um stjörnuspeki, en handritið geymir einnig ýmsan annan fróðleik eins og veðurtrú, veðráttuspár, hringi fyrir teningakast, kvæði, vísur til að muna helgidaga, upptalningu á tímamælingaeiningum og samantekt um sköpun heimsins. Það gengdi því eflaust praktísku hlutverki.

Stjörnuspekilega efnið er sérstaklega ítarlegt og lýsir áhrifum plánetna og stjörnumerkja á manneskjuna. Handritið inniheldur nokkrar slíkar ritgerðir, mislangar með styttri eða ítarlegri lýsingum. Upplýsingarnar takmarkast ekki einungis við persónuleg einkenni, heldur lýsa einnig útliti manns og lífshorfum. Til dæmis má lesa að tvíburinn „hefur svỏrt | augu og ha̋r, langt enne edur ha̋tt sỏmuleid | es ha̋lz og naser, openn bert Andlit med holu | i kinnarnar þa̋ hann hlær, stőrar tennur,” en sporðdrekinn er „med f | ullkomlegu, Andlite med þickumm og | hvÿtum vỏrumm, stőru skiegge, miked | ha̋r,“ steingeitan „fær tvær egta kvinnur | og hefur Lucku med þær enn hann helldur þeim | aungva trű, verdur sturladur og lydur | angist af bỏrnum synumm,” dauði nauts „kiemur af vondra qvenna forgipt edur ellds hitanumm” en sporðdrekans „af spilltu lopti, gỏlldrum, draugum og diőfuls skap.”

 Pláneturnar sjö eiga við heimsmynd Ptólemaíos með Jörð í miðjunni, og eru þær Máninn, Merkúríus, Venus, Sólin, Mars, Júpíter og Satúrnus. Víða í textunum má finna tilvísanir í ýmsa evrópska fræðimenn, einkum forngríska og þýska, sem gefur þeim vísindalegan blæ og keim af sannleika. Stjörnuspekilegar ritgerðir tíðkuðust í Evrópu og hafa hugsanlega borist til Íslands í dönskum og þýskum bókum á 17. öld. En á meðan áhuginn á þeim minnkaði í Evrópu undir áhrifum nýrrar þekkingar, naut stjörnuspekin mikilla vinsælda hér á landi þangað til seint á 19. öld, eins og rúmlega 200 handrit í varðveislu Landsbókasafns Íslands af svipuðu tagi bera vott um.

Athyglisvert er að höfundur handritsins í Þjóðminjasafni var kona, eins og fram kemur í baktitli á blaði 89v: „Skriftenn Mÿn ei Skartar hier | Skeikar hỏndenn laka viliann firer | verk af mier verde þier ad taka | þesse blỏd ä og Under Skrifud | Arnbiorg markus | dotter | Og er vel ad þeim komenn / A.M.D.” Stafi hennar má einnig finna á blöðunum 105v og 113v. Mjög lítið er þó vitað um Arnbjörgu. Hún var fædd 1720 en árið 1753 var hún skráð húsfreyja á Múlastöðum í Flókadal. Þar af leiðandi var hún 27 ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa handritið. Ennfremur má í tæplega miðju handriti (67r-71v) finna fimm blaða kver skrifað með annarri hendi. Það inniheldur tvö kvæði, Kvædi af Eyrni Eckiu og Kvædi ad Eynum Keisara, en í baktitli á blaði 71r segir að „þetta kvæde hefur skrifad | Gisle Olafs son a | Mælefelle i Skaga | Firde.” Þar sem kverið er staðsett í dag klýfur það í sundur samfelldan texta og því nokkuð augljóst að þetta er ekki upprunalegur staður þess. Einn Gísla Ólafsson á Mælifelli má finna í manntali frá 1816 og var hann þá 24 ára vinnumaður á bænum. Óvíst er hvort um sama Gísla sé að ræða, og óljóst hvaðan kverið rataði á sinn núverandi stað, en mögulega var því bætt við seinna frá öðru handriti af sömu stærð. Lítið annað er vitað af seinni ferli handritsins, nema að það var flutt út til Kanada í fórum einhvers vesturfara, og eigandi þess um tíma var Anna Jónsdóttir Hamilton, eins og nafnið á saurblaði ber vitni um. Um 1978 var handritið ásamt öðrum bókum gefið Samúeli Torfasyni undir dvöl hans í Gimli, Manitoba, með beiðni um að færa það Þjóðminjasafninu. Hann gat það þó aldrei sjálfur, en dóttir hans Torfhildur Samuelsdóttir afhenti bækurnar safninu til varðveislu í kjölfar greiningardags í nóvember 2008:  „Áttu forngrip í fórum þínum?“ Í dag er handritið til sýnis í Bogasalnum á sýningunni Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi þar sem það ber vitni um flutninga Íslendinga til vesturheims á 19. öld.

 Zuzana Stankovitsova

 Heimildir:

Bauer, Alessia. Laienastrologie im nachreformatorischen Island : Studien zu Gelehrsamkeit und Aberglauben. München, 2015.
www.islendingabok.is
www.manntal.is
www.sarpur.is

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica