Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Bílaleikur í Blesugróf

Maí 2016

24.5.2016

Við erum stödd íBlesugróf í Reykjavík einn sólríkan maídag árið1966. Hópur ungra drengja er saman kominn á sandhól þar sem þeir leika sér með leikfangabíla. Bílarnir eru smáar eftirlíkingar vörubíla og vinnuvéla og drengirnir líkja eftir vinnu hinna fullorðnu í leik sínum; moka sandi á vörubílspall, leggja vegi og móta vinnusvæði eða byggð. 

Leiksvæði drengjanna á myndinni er kjörlendi ungra pilta þar sem draumar rætast og framkvæmdagleðin og hugmyndaflugið ráða ferðinni. Þeir geta mótað landið og reynt á tæki sín eins og mögulegt er; bílarnir komast torfærar slóðir og leiknum eru engin takmörk sett. En það er ekki einungis frelsið og sköpunin sem fylgir leiknum heldur reynir hér á samskipti og samvinnu drengja á ólíkum aldri sem sameinast íleik. 

Fjölbreytni í leikfangaúrvali var að aukast á þessum árum og innflutt leikföng urðu algengari. Innflutt leikföng fóru fyrst að sjást hér á landi á síðari hluta 19. aldar, m.a. ýmiskonar ökutæki en það var síður en svo að öll börn gætu eignast slíkar gersemar. Það var ekki fyrr en upp úr 1945 að innflutt leikföng fóru að vera meira áberandi hér á landi, en þá fremur í þéttbýli en sveitum. En þó ekki hafi verið á allra færi að eignast fjöldaframleidda glæsikerru kom það ekki í veg fyrir að börn léku sér í bílaleik. Heimatilbúnir bílar voru algengir, allt frá minni bílum upp í stærri kassabíla sem hægt var að sitja í. Oft voru það börnin sjálf sem útbjuggu bílana úr efni sem til féll, en einnig voru ýmsir hagleiksmenn og smiðir sem smíðuðu leikfangabíla og kassabíla og gáfu eða seldu. Með tilkomu Reykjalundar og verkstæðanna sem þar voru starfrækt var farið að fjöldaframleiða leikföng hér álandi. Upp úr 1950 tekur plastiðja Reykjalundar til starfa og fljótlega er farið að framleiða leikföng úr plasti, m.a. bíla, en þar höfðu áður verið framleiddir bílar á trésmíðaverkstæði. Bílarnir sem drengirnir á myndinni leika sér með eru ekki ósvipaðir þeim sem Reykjalundur framleiddi en þeir gætu líka verið innfluttir, ef til vill svokallaðir Matchbox bílar en leikfangabílar frá því vörumerki hafa notið gríðarlegra vinsælda allar götur frá því þeir komu fram á sjónarsviðið árið 1953. 

En hvort sem drengirnir leika sér með innflutta leikfangabíla eða íslenka framleiðslu þá njóta þeir leiksins og þess að vera frjálsir úti í veðurblíðunni og láta ljósmyndarann ekki tefja sig fráleiknum.

Eins og margar mynda Vilborgar Harðardóttur blaðakonu, varðveitir þessi mynd hversdagsleikann og er áhugaverð heimild um líf og leik barna á þessum tíma.  Myndin er ein af sjö myndum sem Vilborg tók af drengjunum í Blesugrófinni þennan dag í maí 1966.

VH-23-1

Sigurlaug Jóna Hannesdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Menningarnótt
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • COVID-19
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica