Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Mars---Einfold-form--1-
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Einföld form með skýrri myndbyggingu

Mars 2016

24.3.2016

Þessi ljósmynd Óttars Kjartanssonar frá sjötta áratug 20. aldar er að mörgu leyti mjög lýsandi fyrir verk hans. Einföld form með skýrri myndbyggingu en eru þó mennsk og mjúk. 

Jafnvægi myndarinnar hvílir í dökkum fleti jarðvegsins og drengjanna þriggja og ljósari góðviðrishimins uppi yfir. Flugdrekinn sem drengirnir halda í og horfa á áttina til tengir svo saman þessa tvo meginfleti í sveigðri skálínu.

Óttar Kjartansson (1930-2010) var virkur sem áhugaljósmyndari á árunum 1950-1960. Hann hóf ungur að taka myndir og voru fyrstu skrefin í myndatökum einkum á vettvangi fjölskyldu og fjallaferða. Óttar hlaut verðlaun fyrir tvær myndir á sýningu Ferðafélags Íslands árið1952.[1]

Vaxtarbrodd listrænnar ljósmyndunar á Íslandi á árunum 1950-1970 má segja að hafi verið að finna meðal áhugaljósmyndara. Fljótlega eftir 1950 hófu áhugasamir menn að stofna ljósmyndaklúbba og -félög, aðallega þó í Reykjavík. Einn af þessum ljósmyndaklúbbum og sá elsti var Litli ljósmyndaklúbburinn en hann var stofnaður í janúar 1953 og var Óttar Kjartansson frumkvöðull að stofnun hans. Kunningjar hans, Guðjón B. Jónsson, Gunnar Pétursson, Magnús Daníelsson og Þorsteinn Ásgeirsson urðu hluti af hópnum ásamt Kristni Sigurjónssyni og Rafni Hafnfjörð. Árið 1959 bættist svo Guðmundur W. Vilhjálmsson í hópinn. Litli ljósmyndaklúbburinn starfaði með listrænan metnað í huga og unnu félagsmenn margbreytileg skipulögð ljósmyndaverkefni. Hópurinn hélt eina sýningu á verkum sínum í Bogasal árið 1961 og þótti hún marka tímamót í íslenskri ljósmyndasögu en þarna gat m.a. að líta abstrakt myndefni. [2]

 

Eftir sýningu Litla ljósmyndaklúbbsins 1961 tóku aðrar annir við hjá Óttari, stofnun fjölskyldu, hestamennska og krefjandi starfsvettvangur hjá Skýrsluvélum ríkisins (nú Skýrr) þar sem hann starfaði lengst af.

Óttar færði Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni myndir sínar að gjöf árið 1998. Í safni Óttars eru 124 myndir, allt  frummyndir frá árunum 1952-1961. Um ljósmyndir hans hefur verið skrifuð BA ritgerð í listasögu: „Ljósmyndir Óttars Kjartanssonar. Myndgreining á ljósmyndum“ eftir Helgu Mjöll Stefánsdóttur, maí 2010 en höfundur náði samtölum við Óttar um verk hans áður en hann lést.

Guðrún Harðardóttir

[1] Helga Mjöll Stefánsdóttir, „Ljósmyndir Óttars Kjartanssonar. Myndgreining á ljósmyndum“. (Ritgerð til B.A. –prófs, listfræði, Háskóli Íslands, maí 2010), bls. 7.

[2] Guðrún Harðardóttir, Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970. (Rannsóknarskýrslur Þjóðminjasafns III), Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 1999, bls. 16.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica