Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Lyklabarn
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

LYKLABARN - Ung stúlka gætir barns á byggingasvæði í Breiðholti, 1974.

SEPTEMBER 2019

1.9.2019

Ljósmyndari Ari Kárason

AK 6-13.

Áhrifamáttur og aðdráttarafl ljósmynda mótast meðal annars af því hvernig þær megna að vekja upp tilfinningar og minningar hjá öðrum en þeim sem ljósmyndin vitnar um. Ég horfi á gamla ljósmynd og þrátt fyrir að ég þekki ekki þá sem eru á myndinni og hafi mögulega aldrei komið á staðinn, þá eru það ýmis smáatriði á myndinni sem kalla fram sterkar tilfinningar, og jafnvel minningar, í líkama mínum. Þetta eru þær myndir sem hreyfa við mér. Aðrar myndir tala til mín vegna þeirra upplýsinga sem þær færa mér. Þær vekja forvitni mína og virka eins og púsl í ákveðna mynd sem ég leitast við að koma heim og saman. Franski heimspekingurinn Roland Barthes talaði um punktum og studium í þessu sambandi.

Ljósmynd Ara Kárasonar[1] af tveimur börnum á byggingarsvæði í Breiðholti árið 1974 höfðar til mín á mjög sterkan hátt, hún vekur forvitni mína og kallar fram sterka tilfinningu fyrir liðnum tíma.[2] Í mínum huga er þetta ljósmynd sem bæði býr yfir studium og punktum áhrifum.

Punktum og studium
Þegar Roland Barthes skoðar ljósmyndir áttar hann sig á því að ákveðnar ljósmyndir höfða til hans á sérstakan hátt vegna þess að þær tala til hans án þess að klæða sig í orð tungumálsins. Þetta eru þær ljósmyndir sem segja bing, fá hjartað til að slá hraðar. Þær vekja með honum tilfinningu sem er stærri og margslungnari en þau orð sem hann notar til að lýsa þessari tilfinningu.[3] Roland Barthes kallar þetta punktum-áhrif ljósmyndarinnar. Hann skrifar: „Punktum í ljósmynd, er það ófyrirsjáanlega sem potar í mig (en særir mig einnig, pínir mig).“[4] Punktum-áhrifin geta verið sársaukafull, ekki síst þegar þau valda því að heimsmynd okkar hrynur, þegar ljósmyndin birtir okkur eitthvað annað en við töldum okkur vita, þegar hún sýnir okkur sjálf og heiminn í nýju ljósi. Punktum áhrifin geta hins vegar einnig verið ánægjuleg, vakið upp tilfinningar eða minningar sem leynast djúpt í líkama okkar, og við erum alla jafna ekki meðvituð um, og geta þannig gefið hlutunum nýja merkingu.

En ef þetta er punktum, hvað er þá studium? Ljósmyndir sem vekja áhuga okkar vegna þess að þær dýpka skilning okkar á ákveðnum þáttum veruleikans, án þess að sýna okkur heiminn í nýju ljósi eða rjúfa hugmyndir okkar um hann, má flokka sem studium-myndir. Þær vekja forvitni okkar, bæta við þekkingu okkar en endurspegla engu að síður oftar en ekki hugmyndir okkar um heiminn. Studium-myndir má lesa út frá þeim menningarlegu vísunum sem þær fela í sér. Þær bæta við reynslu okkar og þekkingu.

Barnfóstra í Breiðholti
Fyrir nokkrum árum rakst ég á ljósmynd í Þjóðminjasafninu sem sýnir unga stúlku og lítið barn að leik í sandkassa innan um blokkir sem einhverjir hafa flutt inn í þótt steypan sé augljóslega varla þornuð og vinnupallarnir mynda rimla fyrir gluggunum. Þessi mynd er tekin árið 1974 og þrátt fyrir að ég hafi einungis verið eins árs þegar myndin var tekin finnst mér ég geta verið stúlkan í sandkassanum. Það er að segja eldra barnið, það sem hefur fengið það hlutverk að hugsa um og passa upp á annað barn. Ég var aðeins níu ára þegar ég byrjaði að passa eins og tveggja ára gamla frændur mína. Þeir voru þá nýfluttir úr Breiðholtinu og í Hlíðarnar. Nýfluttir úr því umhverfi sem ljósmyndin birtir mér og ég þekkti nokkuð vel á þessum tíma enda tíður gestur á heimili frændfólks míns í Vesturbergi þar sem ég ímynda mér að ljósmyndin sé tekin. Ég fór í könnunarleiðangra á byggingasvæði með frænda minn í beisli, renndi mér á sleða innan um sífellt nýja leikfélaga og lék mér að því að stoppa lyftur og hlaupa upp brunastiga í nýbyggðum blokkum.

Ljósmyndin fangar á einhvern dularfullan hátt þá tilfinningu sem fylgdi því að vera barn á áttunda áratugnum; þá tilfinningu sem fylgdi því að vera barn sem passaði önnur minni börn í samfélagi sem var á hraðferð inn í aukna neyslu og aukna velmegun. Allt snérist um að byggja fleiri og stærri hús, enginn var maður með mönnum nema hann ynni myrkranna á milli og börnin voru með lykla um hálsinn, nutu frelsisins, hlupu í skjól fyrir hrekkjusvínum, borðuðu kókópöffs og drukku kakómalt þegar þeim sýndist og björguðu sér einhvern veginn sjálf í gegnum daginn. Stundum þarf ekki meira en eina ljósmynd til að fanga þá tilfinningu sem býr í tíðarandanum, vekja upp minningar.

Ljósmynd Ara Kárasonar, ljósmyndara á Þjóðviljanum, af tveimur börnum í Breiðholtinu árið 1974 vekur bæði forvitni mína og kallar fram sterkar tilfinningar. Í mínum huga er þessi ljósmynd bæði studium og punktum mynd, ljósmynd sem felur í sér ótal upplýsingar um úthverfi í uppbyggingu og líf þeirra sem ólust þar upp, klæðnað, aðbúnað, öryggismál en líka ljósmynd sem endurvekur persónulegar minningar sem ég hef ekki staldrað við í langan tíma; um svartan sand sem ég þurrka af blautum barnsmunni, flísarnar sem ég fékk af því að draga lófa eftir hrjúfri spýtu á stillasa, sumargjóluna og tilfinningunni fyrir því hvað tíminn gat liðið óskaplega hægt þegar maður sat í köldum sandinum með lykil um hálsinn og hafði engan til að spjalla við nema ómálga ungabarn. Þessi ljósmynd vekur upp sterkar tilfinningar og vegna hennar tekst mér nú að koma ákveðnum tilfinningum, og ákveðnum minningum, heim og saman.

Ég vona að þú finnir mögulega einnig þína sögu, eða í það minnsta einhverja sögu, í þessari ljósmynd.

Sigrún Alba Sigurðardóttir

 

 


1) Um ljósmyndarann Ara Kárason má lesa á vef Blaðamannafélags Íslands: https://www.press.is/is/um-felagid/felagarnir/bladamannaminni/ari-karason (sótt 31. júlí 2019).

2) Um þessa ljósmynd hef ég áður fjallað í bókinni Afturgöngur og afskipti af sannleikanum. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2009. Sjá bls. 153-154.

3) Roland Barthes, Det lyse kammer. Bemærkninger om fotografiet, Karen Nicolajsen þýddi. Kaupmannahöfn: Rævens Sorte Bibliotek 2. Politisk Revy, 1983, bls. 37–39. Ég styðst við danska þýðingu textans en bókin kom fyrst út á frönsku árið 1980, sjá Roland Barthes, La chambre claire. Note sur la photographie, París: Éditions du Seuil, 1980.

4) Roland Barthes, Det lyse kammer, bls. 57. Mín þýðing. 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica