Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Februar---Vandad-sig-vid-ad-sauma
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Vandað sig við að sauma

Febrúar 2016

24.2.2016

Margar kynslóðir Íslendinga hafa fljótlega eftir upphaf skólagöngu sinnar verið látnar gera svokallaða handavinnuprufu. Verkefninu var ætlað að kenna nemendum grunnspor í útsaumi. Hér sést stúlka við sauma á slíkri prufu í herberginu sínu, með áhorfanda sér við hlið. 

Reyndar er vinnusvæðið heldur óvenjulegt þar sem stúlkan saumar uppi í rúmi. Bekkjarbræður þessarar stúlku hafa væntanlega ekki þurft að skila sama verkefni því að á þessum tíma, árið 1973, var handavinnukennsla enn kynbundin á Íslandi. Strákar fóru í smíði, en stelpur í handavinnu allt til ársins 1977 þegar sá háttur var afnuminn og handavinnan fékk ný heiti eins handmennt og síðar textílmennt.

Guðríður Þórðardóttir 10 ára liggur veik uppi í rúmi, en oft var það þannig að börn voru háttuð ofan í rúm í veikindum og látin liggja. Guðríður er að hjálpa vinkonu sinni, Gyðu Júlíusdóttur,  með handavinnu. [1]

Það er ekki oft sem gefast tækifæri til að skyggnast inn í barnaherbergi fortíðarinnar, hvað þá að sjá barn háttað niður í rúm. Þar má segja að áhugaljósmyndarinn komist yfir þröskuld sem atvinnuljósmyndarinn kemst ekki. Fólk þarf að vera náið til þess fá að taka slíka mynd og þar bætir áhugaljósmyndunin miklu við hvað varðar myndefni frá fyrri tímum.

Þau leikföng, sem sjást á myndinni, eru hefðbundin fyrir fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar. Uppblásinn Andrés önd með bláan fisk í hönd liggur við hlið Guðríðar. Á tekkhillu yfir höfðagafli er brúðum stillt upp, tvær þeirra eru enn í kössum sínum. Tvær litlar jólasveinastyttur standa hvor sínum megin á hillunni. Vinstra megin við þær er lesefni, m.a. bók sem heitir Perlur 7 og Snúður og Sælda. Á veggnum vegg hangir útsaumsmynd af þremur kettlingum. Flöskur með naglalakki sjást í gluggakistunni. Lengst til hægri sést borð sem Gyða styður olnboganum á. Það er klætt með plastdúk sem skreyttur er blómum. Ofan á því virðist vera efni til saumaskapar, útsaumsbönd og jafi.

Einbeitnin skín úr svipnum á vinkonunum og Guðríður lætur veikindin ekki aftra sér í að leggja vinkonu sinni lið.

Kristín Halla Baldvinsdóttir

[1] Viðtal við Svanfríði Þórðardóttur 9.12.2015.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica