Árlegir viðburðir

Áttu forngrip

Áttu forngrip í fórum þínum?

Tvisvar á ári, í mars og nóvember, býðst gestum að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins. Margir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en vita lítið um uppruna þeirra og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili.

Gripir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til þess að teljast gamlir og má í því samhengi benda á að grunnsýning Þjóðminjasafnsins spannar öll 1200 árin í sögu Íslandsbyggðar, frá landnámstíma til 20. aldar. Margar nýjungar síðustu áratuga eru nú orðnar „gamlar“ eða „fornlegar“. Það skal þó tekið fram, að sérfræðingar safnsins geta einungis greint muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en meta ekki verðgildi gamalla gripa. Thor-Magnusson

 

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti hefur verið barnahátíð í Reykjavík frá árinu 1921. Í Þjóðminjasafni Íslands fögnum við á hverju ári sumarkomu með skemmtilegri fjölskyldudagskrá, listasmiðjum, leiðsögn og mörgu fleiru.

Lesa meira
hola hoops

Menningarnótt

Menningarnótt sem haldin er á hverju ári í ágúst, hefur skapað sér fastan sess í hugum Reykjavíkurbúa.

Lesa meira
Jóladagskrá

Jóladagskrá

Þjóðminjasafn Íslands býður á hverju ári upp á líflega jóladagskrá. Dagskráin hefst fyrstu helgi í desember. Að auki er boðið upp á fjölda jólasýninga og sérstakur jólaratleikur bætist við aðra fjölskylduleiki safnsins.

Lesa meira
Þjóðbúningadagurinn

Þjóðbúningadagur

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands hefur undanfarin ár verið haldinn í mars, í samvinnu við Þjóðbúningaráð og Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Lesa meira

Safnanótt í Þjóðminjasafni

Vetrarhátíð hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002.  Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Þjóðminjasafnið býður uppá skemmtilega dagskrá frá kl. 18 - 23 á Safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira

Árlegir viðburðir

Engin grein fannst.