Áttu forngrip í fórum þínum
  • Áttu forngrip

Áttu forngrip í fórum þínum?

Sérfræðingar safnsins greina gripi

Tvisvar á ári, í mars og nóvember, býðst gestum að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins. Margir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en vita lítið um uppruna þeirra og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili.

Gripir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til þess að teljast gamlir og má í því samhengi benda á að grunnsýning Þjóðminjasafnsins spannar öll 1200 árin í sögu Íslandsbyggðar, frá landnámstíma til 20. aldar. Margar nýjungar síðustu áratuga eru nú orðnar „gamlar“ eða „fornlegar“. Það skal þó tekið fram, að sérfræðingar safnsins geta einungis greint muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en meta ekki verðgildi gamalla gripa. Thor-Magnusson