Börnin endurskapa þjóðminjar. Sýning á verkum nemenda í Grandaskóla.

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

Lesa meira