Jóladagskrá
  • Jóladagskrá

Jóladagskrá

Lifandi jóladagskrá og jólasýningar

22.4.2016

Þjóðminjasafn Íslands býður á hverju ári upp á líflega jóladagskrá. Dagskráin hefst fyrstu helgi í desember. Að auki er boðið upp á fjölda jólasýninga og sérstakur jólaratleikur bætist við aðra fjölskylduleiki safnsins.

JóladagskráFrá 12.-24. desember klukkan 11 mæta jólasveinarnir til byggða, en þeir hafa lagt það í vana sinn að koma við í Þjóðminjasafninu á hverjum morgni, eftir að skyldum þeirra lýkur og þeir eru búnir að setja í alla barnaskó sem þeir finna. Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Hægt er að lesa meira um íslensku jólasveinana á sérvef safnsins um jólin. Jólasýning stendur á Torginu frá upphafi aðventunnar og jólatré verða til sýnis í Safnahúsinu.

 

JólinSafnbúðir Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu eru fullar af þjóðlegum leikföngum, vönduðum minjagripum og bókum. Veitingar eru í Kaffitári í Þjóðminjasafninu.