Fyrirsagnalisti

Safnanótt í Safnahúsinu 2.2.2018 18:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðminjasafnið býður gestum uppá skemmtilega dagskrá í Safnahúsinu á safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa frá klukkan 18.00 - 23.00. 

Lesa meira
 

Siglt eftir stjörnunum 2.2.2018 18:00 - 19:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sævar Helgi Bragason skoðar stjörnur og segir frá rötun. Krakkar og fullorðnir eru velkomnir og við búum til einfaldan sextant sem gerir okkur kleift að mæla breiddargráðu Íslands. Gestir læra líka áttirnar út frá stjörnunum. Ef veður leyfir verður kíkt á stjörnuhimininn. Sextant er hornamælingatæki til staðarákvörðunar á sjó þar sem farið var eftir hæð sólar, tungls eða stjörnu.

Lesa meira
 

Safnanótt í Þjóðminjasafni 2.2.2018 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Vetrarhátíð hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002.  Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Þjóðminjasafnið býður uppá skemmtilega dagskrá frá kl. 18 - 23 á Safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira
 
Grunnsýning

Leiðsögn: Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 2.2.2018 19:00 - 20:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Leiðsögn með sérfræðingi um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár.

Lesa meira
 

Dansferðalag um tíma og rúm 2.2.2018 19:00 - 19:20 Safnahúsið við Hverfisgötu 2.2.2018 19:30 - 19:50 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nemendur á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans ferðast dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu Bausch sem þau hafa leikið með á ólíkan hátt og útfært fyrir rými Safnahússins. Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu Rite of Spring.

Lesa meira
 

List í ljósi - Ekkó 2.2.2018 19:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Seyðfirska listahátíðin List í Ljósi mun í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur varpa verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið. Verkið er eftir Nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy sem mynda listahópinn Nocturnal (nocturnal.nz).

 

Upplestur: Bergmál í undirgöngum 2.2.2018 20:00 - 20:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tilefni ljósmyndasýningarinnar Langa blokkin í Efra Breiðholtinu stýrir Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona upplestri í Myndasal. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum.

Lesa meira
 

Spekingar spjalla 2.2.2018 20:00 - 21:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sérfræðingar frá söfnunum sem eiga verk á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu eru við á sýningunni á milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti um valda sýningarhluta.

Lesa meira
 

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson 2.2.2018 21:00 - 21:30 Safnahúsið við Hverfisgötu

Söngkonan góðkunna, Sigríður Thorlacius, og hinn mæti söngvari, Sigurður Guðmundsson, koma fram í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu og flytja nokkur hugljúf lög fyrir gesti. 

Lesa meira