Fyrirsagnalisti

Á mótum tveggja tíma 2.12.2006 - 12.3.2007 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Á mótum tveggja tíma gat að líta ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar voru myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitthvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins.

Lesa meira
 

Hátíð í bæ 2.12.2006 - 7.1.2007 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á jólasýningunni Hátíð í bæ voru til sýnis ljósmyndir tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona á Veggnum. Á sýningunni var sitthvað sem komið gat börnum í jólaskap, og þar gátu þeir fullorðnu án efa þekkt aftur hina sönnu jólastemmingu bernsku sinnar. Myndirnar fönguðu anda jólahalds sjöunda áratugarins. Þarna mátti sjá jólin í skólanum, litlu jólin, jólaböll stéttarfélaga, jólastemningu heima og einnig fólk við brennusöfnun en hún var mikilvægur þáttur í jólafríum þessa tíma.

Lesa meira
 

Rósaleppaprjón í nýju ljósi 14.10.2006 - 2.12.2006 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni Rósaleppaprjón í nýju ljósi mátti sjá prjónamynstur og verk eftir Hélène Magnússon. Sýningin byggði á rannsóknum á íleppum eða rósaleppum sem voru prjónuð innlegg í íslenska sauðskinnsskó eða roðskó til þæginda og skrauts. Hélène hefur út frá svo kölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Sýningin var haldinn í tilefni af útkomu samnefndrar bókar þar sem listakonan birti rannsóknir sínar og uppskriftir.

Lesa meira
 

Ókunn sjónarhorn 30.9.2006 - 26.11.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ókunn sjónarhorn var greiningarsýning með myndum úr safni Þjóðminjasafnsins sem sýna óþekkta staði, hús og fólk. Ekki hafði tekist að bera kennsl á myndefnið og voru gestir beðnir um að þekkja það og gefa upplýsingar um það! Á sýningunni mátti sjá tæplega 150 ljósmyndir víða að af landinu, flestar teknar á tímabilinu 1930-1950. Skráningarblöð lágu frammi við sýninguna og þegar aðeins stutt var liðið á sýningartímann hafði þegar tekist að greina margar myndir með hjálp frá gestum Þjóðminjasafnsins. Slík greining gefur myndunum nýtt líf og gerir þær að mikilsverðari heimildum um fortíðina.

Lesa meira
 

Myndir úr lífi mínu 30.9.2006 - 26.11.2006 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir úr lífi mínu nefndist sýning á ljósmyndum Gunnlaugs P. Kristinssonar (1929-2006). Gunnlaugur var virkur áhugaljósmyndari á Akureyri upp úr miðri 20. öld. Hann tók myndir af samfélaginu sem hann lifði og starfaði í, umhverfinu, viðburðunum og hversdagsleikanum heima og heiman. Gunnlaugur var starfsmaður KEA (Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri) og því oft á vettvangi atburða þar sem hann gat myndað í leiðinni. Gunnlaugur veitti samtímamönnum sínum hlutdeild í þessum myndum með því að birta þær í bæjarblöðum og margs konar útgáfu á vegum KEA.

Lesa meira
 
Riddarateppið

Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi 9.9.2006 - 29.4.2007 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Veggtjöld voru bæði notuð í kirkjum og venjulegum híbýlum og á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og altarisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Þarna má sjá stílfært jurta- og dýraskraut, leturlínur úr sálmum og skýringarorð.

Lesa meira
 

Með gullband um sig miðja. Sýning á íslenskum búningum og búningaskarti 7.8.2006 - 19.11.2006 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í Rannsóknarými Þjóðminjasafnsins á 2. hæð voru til sýnis íslenskir búningar og búningaskart 7. ágúst til 19. nóvember 2006. Þar gat að líta úrval búningasilfurs frá lokum 17. aldar til okkar tíma: ennisspangir, koffur, sprotabelti, lyklasylgjur, húfu- og sjalprjóna, skúfhólka, millur, reimanálar og samfelluhnappa.

Lesa meira
 

Ísland 16.6.2006 - 24.9.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Ísland var helguð ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á landið. Sumarið 1938 ferðuðust þjóðverjinn Alfred Ehrhardt og Englendingurinn Mark Watson um Ísland. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en tilgangur þeirra var þó ólíkur. Watson hafði dreymt um að sjá landið frá bernsku og ljósmyndir hans eru í anda almennra ferðamynda. Eins og myndirnar vitna um var hann mjög liðtækur ljósmyndari.

Lesa meira
 

Flug(a) - milli náttúru og menningar 14.5.2006 - 11.6.2006 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Flug(a) - milli náttúru og menningar, samanstendur af ljósmyndum eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Á ljósmyndunum birtist samband mannsins við náttúruna í sambandi hans við dýrin. Heimili gæludýra innan borgarmarkanna eru í brennidepli. Bryndís og Mark fengu rjúpnaskyttur til að skjóta einu haglaskoti hver á kort af miðborg Reykjavíkur. Þar sem gæludýr voru í húsunum sem urðu fyrir skoti voru heimilin ljósmynduð. Listamennirnir unnu líka með nemendum Austurbæjarskóla undir stjórn Guðlaugs Valgarðssonar kennara og má sjá afrakstur þess samstarfs á Torginu hjá Kaffitár.

Lesa meira
 

Vís er sá sem víða fer 27.4.2006 - 12.5.2006 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þann 27. apríl - 12. maí árið 2006 mátti á Torginu sjá sýningu á myndlistarverki eftir leikskólabörn sem þau sköpuðu innblásin af heimsókn á Þjóðminjasafnið. 

Lesa meira
 

Hvað er einn litningur á milli vina? 20.4.2006 - 8.5.2006 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvað er einn litningur milli vina? er heitið á sýningu Hörpu Hrund Njálsdóttir sem sýndi fallegar og skemmtilegar ljósmyndir af börnum með Downs heilkenni á Veggnum á 1. hæð, framan við Myndasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira
 

Rætur rúntsins. Ljósmyndir Rob Hornstra. 5.3.2006 - 11.6.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Vorið 2006 gat að líta sýningu með ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin bar heitið Rætur rúntsins og var afrakstur af ferðum Robs um Ísland árið 2005. Rob Hornstra var einn sex þátttakenda í evrópsku ljósmyndaverkefni á vegum International Photography Research Network við háskólann í Sunderland í Englandi, en Þjóðminjasafn Íslands var samstarfsaðili að verkefninu árið 2005.

Lesa meira
 

Huldukonur í íslenskri myndlist 4.12.2005 - 20.8.2006 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist var ásamt samnefndri bók afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram. Sýningin fjallaði um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 

NORÐUR / NORTH - Ljósmyndir Marco Paoluzzo 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Norður/North með ljósmyndum Marco Paoluzzo var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005. Marco Paoluzzo er svissneskur ljósmyndari sem hefur á síðasta áratug sérhæft sig í vaxandi mæli í ferðaljósmyndun. Leiðir hans hafa legið víða um heiminn. Helsti vettvangur fyrir myndir hans hefur verið tímarit Hann hefur gefið út ljósmyndabækur frá Shanghai í Kína, Kúbu, Ameríku og Freiburgarsvæðinu í heimalandi sínu Sviss auk tveggja ljósmyndabóka um Ísland. Allar eru þessar bækur með svart hvítum myndum en Marco myndar jöfnum höndum í lit og svart hvítu.

Lesa meira
 

Aðflutt landslag. Ljósmyndir Péturs Thomsen 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasýningin Aðflutt landslag opnaði í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005.

Lesa meira