Fyrirsagnalisti

Sérkenni sveinanna 7.12.2008 - 1.1.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 12.12.2017 - 6.1.2018 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Af hverju heitir Askasleikir Askasleikir? Á jólasýningu Þjóðminjasafnsins er sett upp jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Börnin mega snerta gripina sem geta hjálpað þeim að skilja nöfn jólasveinanna.

Lesa meira
 

Ása G. Wright - frá Íslandi til Trinidad 1.12.2009 - 30.5.2010 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni getur að líta hluta þeirra gripa sem Ása Guðmundsdóttir Wright gaf safninu á 7. áratug síðustu aldar. Margir gripanna hafa ekki verið sýndir áður.

Lesa meira
 

Óþekkt augnablik 12.9.2009 - 10.1.2010 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1920-1960 úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis.

Lesa meira
 

Kvikskynjun 29.8.2009 - 11.10.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýning á verkum blindra og sjónskertra barna úr Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Lesa meira
 

Alrún 26.6.2009 - 9.8.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýning á skartgripum sem Jón Bjarni Baldursson hefur hannað út frá bandrúnum þar sem rúnir orðs eru dregnar saman og mynda eitt tákn. Galdrastafir voru myndaðir með þessum hætti til forna en nú hefur Jón Bjarni sett saman tákn á borð við gæfu, von, orku og visku.

Lesa meira
 

Skotthúfan mín 29.5.2009 - 31.8.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Föstudaginn 29. maí kl. 14 verður opnuð á Torgi Þjóðminjasafnsins sýning helguð skotthúfum að fornu og nýju.

Lesa meira
 

Svart á hvítu - Prentlistin og upplýsingabyltingin 20.5.2009 - 15.11.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni voru prentstafir og mót úr fyrstu íslensku prentsmiðjunum á Hólum, í Skálholti og í Hrappsey ásamt bókum sem prentaðar voru með þessum mótum.

Lesa meira
 

Landnám Íslands 30.4.2009 - 25.5.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 

Þrælkun, þroski, þrá? 21.2.2009 - 6.9.2009 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning á ljósmyndum úr Ljósmyndasafni Íslands af ungum börnum við fiskvinnu ýmist á sjó eða landi á árunum 1930-1950.

Lesa meira
 

Endurfundir 31.1.2009 - 31.12.2010 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna. Á árunum 2001 til 2005 styrkti Kristnihátíðarsjóður fornleifauppgröft á Gásum, Hólum, Keldudal, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Skálholti, Skriðuklaustri og Þingvöllum. Á sýningunni var sýnt úrval þeirra fjölmörgu gripa sem fundust í uppgröftunum.

Lesa meira
 

Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð 6.8.2008 - 31.1.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Vorið 2008 var gengið frá sérstökum samningi milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska museet í Svíþjóð um íslenska gripi sem hafa verið í eigu sænska safnsins frá því á 19. öld. Í tilefni þess að munirnir komu til Íslands vorið 2008 setti Þjóðminjasafn Íslands upp sýningu á gripunum sem stóð til 31. janúar 2009.

Lesa meira