Fyrirsagnalisti

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) 5.11.2022 - 17.9.2023 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. 

Lesa meira
 

Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár 19.10.2022 - 22.1.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. 

Lesa meira
 

Á elleftu stundu 17.9.2022 - 26.2.2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 höfðu þau lokið því hlutverki sínu og einungis var þá búið í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.

Lesa meira
 
Ljósmynd: Sviðsett nálgun Kirstine Lund á portrettljósmyndun sést með skýrum hætti hér á mynd hennar af Petru dóttur sinni og vinkonu hennar, um 1900. Ljósmynd: Skjalasafn, Sögusafnið í Vendsyssel.

Í skugganum 21.5.2022 - 4.9.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar  í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 
Ljósmynd: Sjálfsmynd af Nicoline Weywadt

Nicoline Weywadt 21.5.2022 - 4.9.2022 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tengslum við farandsýninguna Í skugganum er sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt, á Veggnum á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni.

Lesa meira
 

Drasl eða dýrgripir? 1.5.2022 - 31.12.2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira
 

Úr mýri í málm 30.4.2022 - 1.5.2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira
 

Straumnes 22.1.2022 - 8.5.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Straumnesfjall stendur milli Aðalvíkur í suðri og Rekavíkur í norðri og er nú hluti af friðlandinu á Hornströndum. Þar byggði og starfrækti bandaríski herinn ratsjárstöð á tímum kalda stríðsins. Stöðin starfaði aðeins í tæp þrjú ár, frá árinu 1958 til 1961. Hreinsun á fjallinu og nærliggjandi svæðum var framkvæmd árið 1991 í samstarfi hersins og Íslendinga þó enn megi sjá greinileg ummerki um þessa starfsemi á fjallinu. Sýningin Straumnes eru hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.

Lesa meira
 

Þar sem rósir spruttu í snjó 22.1.2022 - 8.5.2022 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þar sem rósir spruttu í snjó er sýning á ljósmyndum Vassilis Triantis. Sýningin er samsett úr ljósmyndum Vassilis sjálfs og myndum úr fjölskyldualbúmi tengdaforeldra Vassilis, þeirra Ástu og Gústa sem lengi voru rósabændur í Laugarási í Biskupstungum. Sýningin er virðingarvottur við líf og starf þeirra hjóna og endurspeglar minningar um rósir sem spruttu í snjó.

Lesa meira
 

Mannamyndasafnið 2.10.2021 - 2.1.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk.

Lesa meira
 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22.2.2020 - 2.10.2022 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Lesa meira
 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26.5.2018 - 10.4.2022 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

Lesa meira