Eldri sýningar

Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna

  • 14.4.2011 - 31.12.2011, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Verið velkomin á heimasíðu farandsýningarinnar Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna.

Sýningin er afrakstur rannsóknar um leiki 10 ára barna á Íslandi veturinn 2009-2010. Með því að tví-smella á kassana hér til hliðar má fá nánari upplýsingar um rannsóknina og sýninguna. Einnig er skrá yfir leiki, bæði þá sem voru vinsælastir hjá krökkunum sem tóku þátt í rannsókninni og nokkra skemmtilega gamla leiki. Í kassanum „fyrir kennara“ má finna verkefni og fleira sem kennarar geta nýtt við kennslu í tengslum við leiki barna fyrr og nú.