Eldri sýningar

Endurkast, Í þokunni og Lífshlaup

  • 16.5.2008 - 14.9.2008, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Endurkast er samsýning átta íslenskra ljósmyndara, sem nýlega stofnuðu Félag íslenskra Samtímaljósmyndara. Þessi sýning er jafnframt á dagskrá Listahátíðar. Í þokunni (In the Mist) er sýning franska ljósmyndarans Thomas Humery á myndum sem voru teknar nýlega hér á landi. Báðar sýningarnar standa til 14. september.

Sýningin Lífshlaup verður opnuð 15. maí í forsal 3. hæðar Þjóðminjasafnsins og er samstarfsverkefni námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins. Hún greinir frá lífshlaupi sex einstaklinga sem fæddir eru á 20. öld.

Verkefnið er unnið í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar á vormisseri 2008. Umsjónarmenn: Eggert Þór Bernharðsson og Sigrún Kristjánsdóttir.

Anna Hinriksdóttir og Rannveig Guðjónsdóttir fjalla um myndlistarkonuna Soffíu Sæmundsdóttur (f. 1965).

Rósa Margrét Húnadóttir og Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir kynna enskukennarann David Paul Peter Nickel (f. 1974).

Inga Arnar og Magna Guðmundsdóttir greina frá kennaranum og handverkskonunni Jenný Karlsdóttur (f. 1939).

Kuelli Kuur og Sólveig Dagmar Þórisdóttir fjalla um húsasmiðinn, safnarann og listamanninn Pétur Jónsson (f. 1953).

Guðfinna Hreiðarsdóttir og Rakel Sævarsdóttir segja frá Ruth Tryggvason (f. 1921) sem kennd er við Gamla bakaríið á Ísafirði.

Kristín Jónsdóttir og Sara Regína Valdimarsdóttir fjalla um bóndann Alfreð Halldórsson (f. 1902, d. 1981).