Eldri sýningar

Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi

„Ég hélt ég væri lent á tunglinu ...“

  • 16.3.2024 - 20.5.2024, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands safnar frásögnum Pólverja á Íslandi. Á sýningunni verða brot af því efni sem borist hefur. 

„Það er yfirleitt best að sleppa því að tala móðurmálið við samlanda í vinnunni. Ég nota pólsku frjálslega BARA meðal vina.“ 

„Ég hélt ég væri lent á tunglinu, ég varð dauðhrædd og hugsaði með mér: Hvernig á maður að geta gengið á háum hælum í þessu grjóti …???“

„Þegar ég heimsæki Pólland finn ég hve mikið ég sakna hversdagslegra hluta: að fara í sumarkjól, að heyra laufblöðin skrjáfa í garðinum, að finna bragðið af pólskum tómötum og brauði.“ 
(Úr svörum sem borist hafa í þjóðháttarannsókninni.)

Þjóðminjasafn Íslands safnar nú frásögnum Pólverja á Íslandi og óskar eftir ljósmyndum úr þeirra einkasöfnum til varðveislu. Markmið þessarar þjóðháttarannsóknar er að varðveita þekkingu og afla heimilda fyrir komandi kynslóðir um upplifun fólks sem á rætur í Póllandi af veru þeirra og búsetu hérá landi. 

Á sýningunni má sjá brot af þeim svörum og ljósmyndum sem þegar hafa borist. 

Söfnunin stendur út árið 2024 og verður allt efni sem berst hluti af þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands. Efnið mun nýtast fræðafólki og öðrum til fjölbreyttra rannsókna á því hvað er að vera pólskur Íslendingur. 

Hér má nálgast spurningakönnunina á pólsku, íslensku og ensku

Wspólny projekt / Samstarfsverkefni / Collaboration

Untitled-design-2023-12-04T174603.586

Verkefnið er unnið með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES/EEA and Norway Grants og unnið í samstarfi við Borgarsögusafnið í Varsjá.