Eldri sýningar

Fram til fortíðar

  • 9.9.2010 - 28.11.2010, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýning á vegum Byggðasafnsins Hvols á Dalvík.

Hugmyndin að sýningunni er sú að gripur á byggðasafninu verður listamönnunum innblástur að nýju myndverki – listaverki. Þannig sækir nýsköpunin til fortíðar og vísar til framtíðar. Fortíð tengist nútíð og framtíð. Þátttakendur eru allir tengdir Dalvíkurbyggð á einn eða annan hátt og vinna með ýmis efni, svo sem textíl, leir o.fl.