Eldri sýningar

Geirfugl † pinguinus impennis

aldauði tegundar – síðustu sýnin

  • 16.6.2016 - 16.6.2017, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • Geirfugl

Á sýningunni gefur að líta uppstoppaðan geirfugl sem keyptur var 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770 sem sýnir veiðar á geirfugli og fleiri svartfuglum, og ný verk eftir Ólöfu Nordal: Ellefu ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu geirfuglanna.

Sýningin er samstarfsverkefni Ólafar Nordal og Náttúruminjasafns Íslands í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands. Nánari upplýsingar á heimasíðu Safnahússins.