Eldri sýningar

NÆRandi

  • 24.11.2018 - 21.4.2019, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma. 

Í gegnum tíðina hefur trúariðkun fólks breyst og það leitað mismundandi leiða til að uppfylla þörfina fyrir andlega næringu. Mörg okkar leitast eftir að finna dýpri tengingu við lífið, sjálfið, eða eitthvað æðra; aðrar víddir og heima, guði, athafnir og siði. Leiðirnar í andlegum málefnum sem standa til boða hér á landi eru fjölbreyttar og virðist sem fólk sé orðið opnara fyrir nýjum hugmyndum.  

Heiða Helgadóttir (f. 1975) hefur starfað við blaðaljósmyndun fyrir íslensk blöð í 14 ár. Á síðustu árum hefur hún hlotið fjölda verðlauna frá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands fyrir ljósmyndir sínar. Stíll hennar mótast af persónulegri nálgun, sérstakri litanotkun og ljósmyndaritgerðum um samfélagsleg efni.