Eldri sýningar

Veraldlegar eigur Þórðar bónda

Reykjavíkurmyndir

  • 15.6.2015 - 30.6.2015
  • Veraldareigur Þórðar bónda

Á sýningunni  Veraldlegar eigur Þórðar bónda er ljósi varpað á fábreyttar eigur almennings á nítjándu öld. 

Venja var að skrifa upp eigur látinna en á sýningunni eru sýndir munir samskonar þeim sem bóndinn Þórður Jónsson á Kistufelli í Lundarreykjadal í Borgarfirði átti. Þá má sjá nákvæma uppskrift af eigum hans samkvæmt uppskriftabók sýslumanns frá 1883. Meðal gripa í eigu Þórðar voru spýtnarusl og hrífuhöfuð, belgpeysa og vestisgarmur.

Sýningarhöfundur er Anna Heiða Baldursdóttir sagnfræðingur en
sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands.