Eldri sýningar

Viður við og við

  • 31.1.2014 - 23.2.2014
  • viður, við og við

Föstudaginn 31. janúar 2014 var sýning á útskornum gripum eftir Sigríði Sigurðardóttur opnuð. Sýnining bar heitið Viður við og við og stóð á Torgi Þjóðminjasafns til 23. febrúar.

Sigríður Sigurðardóttir lærði tréskurð hérlendis og í Austurríki en árið 2008 fór hún til London og lærði sögulegan og húsgagnatengdan tréútskurð og gyllingu við City & Guilds of London Art School. Útskriftarverkefni Sigríðar árið 2011 var verðlaunað en það er ljósakróna sem sýnd verður í Þjóðminjasafninu ásamt fleiri gripum. Fyrirmyndin er gyllt ljósakróna frá 1740 sem sýnd er í V&A safninu í Lundúnum.