Eldri sýningar

Vís er sá sem víða fer

Leikskólabörn sýna á Torginu

  • 27.4.2006 - 12.5.2006, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þann 27. apríl - 12. maí árið 2006 mátti á Torginu sjá sýningu á myndlistarverki eftir leikskólabörn sem þau sköpuðu innblásin af heimsókn á Þjóðminjasafnið. 

Börnin gerðu myndir af menningararfinum og starfsemi Þjóðminjasafnsins og myndum þeirra er raðað saman í stóra mósaíkmynd. Mósaík er listform sem býður upp á óteljandi útfærslur og fjölbreytni og endurspeglar hið margþætta starf leikskólanna. Öll fjögurra ára börn í leikskólum Vesturbæjar tóku þátt í sköpun mósaíkverksins. Listamennirnir sjálfir mættu galvösk á opnunina og sungu ,,Krummi krunkar úti“ fyrir gesti.