Sýningar framundan

Börn á flótta

  • 25.4.2017 - 1.5.2017, 10:00 - 17:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafni á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu.

Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands. Markmiðið með smiðjunni var þríþætt: - Að virkja og hvetja unga hælisleitendur til að tjá sig myndrænt, án orða, en flest barnanna tala önnur tungumál en íslensku eða ensku. - Að bjóða þeim að taka þátt í Barnamenningarhátíð, með því að setja upp þessa sýningu. - Að gera börnin sýnilegri í nærsamfélaginu. Vonast er til að gestir fái örlitla innsýn í hagi barnanna og áhuga á að vita meira um málefni barna á flótta. 

Sýningin stendur yfir frá 25. apríl - 1.maí.