Mannamyndasafnið
Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk.
Á sýningunni er safnkostinum gerð skil í gegnum 34 þemu sem ná ýmist yfir myndefni eða gerð mynda. Þar má til dæmis skoða elstu mannamyndina sem þekkt er á Íslandi, ljósmyndir af þátttakendum í fyrstu íslensku fegurðarsamkeppninni og myndir af ýmsum hópum, gömlum og nýjum.
Mannamyndasafnið var stofnað árið 1908 og var tilgangur þess að safna myndum af öllum Íslendingum. Í því eru yfir 60.000 myndir sem ná yfir 400 ár. Þær hafa að mestu leyti verið gjafir frá einstaklingum og er enn í dag tekið við myndum í Mannamyndasafnið.
Sýningarstjóri: Eva Kristín Dal
Umfjöllun fjölmiðla: Alls kyns mannamyndir. Morgunblaðið. 2.10.2021
Mannamyndasafnið. Víðsjá. 18.10.2021. Viðtal við Ágústu Kristófersdóttur.