Sýningar í gangi

Má bjóða þér til Stofu?

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Í skápum og skúffum Stofunnar eru gripa-heildir úr geymslum safnsins. Til hvers voru gripirnir notaðir? Hvað tengir þá eða aðgreinir? Er vitað hver átti þá? Upplýsingar um gripina er að finna á hér á vef safnsins.

Innst í rýminu er Bæjarhóll. Þar má láta vel um sig fara, finna lesefni við hæfi, leika sér og spila. Hóllinn breytist eftir þörfum í knörr landnámsfólksins, baðstofu torfbæjarins eða útsýnispall yfir fortíð og framtíð.