Sýningar í gangi
  • Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn

  • 16.9.2023 - 21.2.2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Laugarvatn hefur ávallt verið vinsæll áningarstaður, enda í alfaraleið og heitar uppsprettur við vatnið hafa löngum laðað gesti að. 

Á sýningunni verða syrpur mynda sem sýna sumardvalarstaðinn og skólasamfélagið á Laugarvatni, auk þess sem sýnd verður myndasyrpa frá Landsmóti UMFÍ árið 1965.

Á sama tíma verður sýningin Ef garðálfar gætu talað í Myndasal þar sem sýndar verða ljósmyndir frá hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn sem brátt heyrir sögunni til.

Sýningin stendur til 21. febrúar 2024.

Verið öll hjartanlega velkomin. 

Sýningarhöfundur / Curator: Kristín Halla Baldvinsdóttir
Prentun ljósmynda / Printing photographs: Ívar Brynjólfsson