Fyrirsagnalisti

Unnar Örn, myndlistarmaður, veitir leiðsögn 17.2.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nú stendur yfir í Safnahúsinu sérsýningin Bókverk sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn setti upp í fyrra í tilefni af 200 ára afmæli safnsins. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn fræðir gesti leiðsagnarinnar um efni sýningarinnar en hann vann sýninguna í samvinnu við starfsfólk Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Lesa meira
 

20 ár í kirkjum Íslands – ljósmyndir af kirkjum og kirkjugripum 19.2.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns Íslands flytur fyrirlestur um ljósmyndun sína á íslenskum kirkjum, kirkjugripum og minningarmörkum.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 22.1.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 5.2.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 19.2.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 5.3.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 19.3.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 2.4.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 16.4.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands 30.4.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins og eru annan hvern þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestrasalnum við Suðurgötu.

Lesa meira
 

Pétur H. Ármannsson, arkitekt, veitir leiðsögn 17.3.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 leiðir Pétur H. Ármannsson, arkitekt, gesti um Safnahúsið við Hverfisgötu og segir frá byggingarsögu þessa veglegasta og vandaðasta steinhúss heimastjórnaráranna.

Lesa meira
 

Klausturjurtir í lækningarritum miðalda 19.3.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 19. mars kl. 12 flytur Hildur Hauksdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið Klausturjurtir í lækningaritum miðalda.

Lesa meira
 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 3.2.2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 7.4.2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnaleiðsögn er tilvalin fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira
 

Mannát í íslenskum þjóðsögum: Framandgerving, skrímslavæðing og femínismi 30.4.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur flytur erindi byggt á rannsókn sinni á mannáti í íslenskum þjóðsögum. Mannát birtist víða í menningunni, til dæmis í goðsögum, ævintýrum, kvikmyndum, bröndurum, nútíma flökkusögum og svo auðvitað í raunveruleikanum. Í rannsókninni var augum sérstaklega beint að íslensku þjóðsögunum en áhugavert er að velta fyrir sér hvaða upplýsingar sagnir geta veitt um það samfélag sem þær tilheyra og hvaða boðskap þær bera með sér.

Lesa meira