Fyrirsagnalisti

Safnahúsið og Þjóðminjasafnið

Ókeypis aðgangur og fyrirlestrar á Alþjóðlega safnadaginn 18.5.2016 - 18.6.2016 18.5.2016 - 18.6.2016

Miðvikudaginn 18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn og verður aðgnagur ókeypis að Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu við Suðurgötu í tilefni dagsins. Íslandsdeild ICOM mun standa fyrir hádegisviðburði í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu kl. 12.10. 

Lesa meira
 

Leiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu 25.9.2016 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins

Lesa meira
 
Bærinn undir sandinum

Forn bær í frera 11.10.2016 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands 11. október kl. 12

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og fræðimaður í Þjóðminjasafni, segir frá rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 11. október klukkan 12. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn í Þjóðminjasafn 16.10.2016 10:00 - 17:00

Sunnudaginn 16. október verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Spennnandi safnbúð og kaffihús Kaffitárs á staðnum. 

 
Bærinn undir sandinum

Stöðutákn og skaðræðistól 8.11.2016 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 12 flytur Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands, erindi um víkingaaldarsverð á Íslandi. 

Lesa meira
 
Bláklædda konan

Sunnudagsleiðsögn 13.11.2016 14:00 - 15:00

Leiðsögn um bláklæddu konuna

 
Konni á 20.öldinni

Sýningaropnun 24.11.2016 17:00 - 19:00

 

Ratleikur með jólakettinum 27.11.2016 - 1.1.2017

Jólakötturinn er kominn til byggða. Hann hefur falið sig inni í Þjóðminjasafninu og brugðið sér í ýmis líki innan um sýningargripina. Hægt er að nálgast ratleik í móttöku safnsins þar sem markmiðið er að finna jólaköttinn í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til. Ratleikurinn er á sex tungumálum; íslensku, ensku, dönsku, frönsku, pólsku og þýsku.

Lesa meira
 

Þjóðminjar: útgáfuhóf 1.12.2016 15:00 - 17:00

Þjóðminjasafn Íslands og bókaútgáfan Crymogea gefa út Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð

Lesa meira
 

Fræðamót: Hvernig fjölmenningarsamfélag erum við? 2.12.2016 10:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fræðamót: Hvernig fjölmenningarsamfélag erum við? Málþing Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn í Safnahúsið við Hverfisgötu 4.12.2016 10:00 - 17:00

Sunnudaginn 4. desember verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Safnahúsið og því tilvalið að koma og skoða einstaka sýningu, Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Við mælum líka með að kíkja í safnbúðina okkar og fá sér svo ilmandi kaffi í Kaffitári.

Lesa meira
 

Hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. 6.12.2016 15:00 - 18:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Í tilefni þeirra tímamóta býður Þjóðminjasafn Íslands til hátíðardagskrár á afmælisdegi Kristjáns Eldjárns þriðjudaginn 6. desember 2016 kl. 15. Flutt verða stutt erindi, tónlist og lesin ljóð. Hátíðardagskráin er unnin í samvinnu við fjölskyldu Kristjáns Eldjárns, Félag fornleifafræðinga og Forlagið sem gefur út rit í tilefni aldarafmælisins ásamt Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 

Upplestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu 10.12.2016 11:00 - 14:00

Laugardaginn 10. desember lesa rithöfundar úr nýútkomnum bókum sínum í hlýlegu umhverfi lestrarsalar Safnahússins við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Jólaskemmtun með Grýlu, Leppalúða og Sölku Sól 11.12.2016 14:00 - 16:00

Þjóðminjasafn Íslands býður á hverju ári uppá líflega jóladagskrá. Sunnudaginn 11. desember klukkan 14 er von á góðum gestum í safnið en þá munu þau Grýla og Leppalúði skemmta gestum ásamt söngkonunni Sölku Sól. Skemmtunin er ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira
 

Jólasveinar í Þjóðminjasafni 12.12.2016 - 24.12.2016 11:00 - 11:45

Jólasveinarnir skemmta börnum í Þjóðminjasafninu daglega eins og venjulega frá því þeir fara að koma til byggða. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 11-12.
Allir hjartanlega velkomnir. 

Lesa meira
 

Giljagaur 13.12.2016 11:00 - 12:00

13. desember kemur Giljagaur. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum.

Lesa meira
 
Fyrirlestur

Atbeini, undirsátar, andóf 13.12.2016 12:05 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 13. desember flytur Vilhelm Vilhelmsson erindið „Atbeini, undirsátar, andóf“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Lesa meira
 

Stúfur 14.12.2016 11:00 - 12:00

Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni.

Lesa meira
 

Þvörusleikir 15.12.2016 11:00 - 12:00

Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Hér áður fyrr stalst hann til þess að sleikja þvöruna, sem potturinn var skafinn með. Nú á dögum reynir hann að finna þvörur í Þjóðminjasafninu þegar hann kemur þangað í heimsókn.

Lesa meira
 

Askasleikir 17.12.2016 11:00 - 11:45

Askasleikir kemur í Þjóðminjasafnið 17. desember klukkan 11. Í gamla daga át fólk matinn sinn upp úr öskum sem stundum voru geymdir undir rúmi eða á gólfinu. Askasleikir faldi sig stundum undir rúmi og ef einhver setti askinn sinn á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum.

Lesa meira
 
Brúður

Tveir fyrir einn af aðgangseyri 18.12.2016 10:00 - 17:00

Sunnudaginn 18. desember er tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafnið. Að venju er ókeypis fyrir börn 18 ára og yngri. Á safninu er boðið upp á fjölbreyttar sýningar, jólaratleik, kaffihús og safnbúð. Komdu í Þjóðminjasafnið og njóttu þess að eiga góða stund með fjölskyldunni fyrir jólin.

Lesa meira
 

Hurðaskellir 18.12.2016 11:00 - 11:45

Hurðaskellir kemur í Þjóðminjasafnið 18. desember klukkan 11. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Hann á það enn til að skella hurðum og gerir það alltaf þegar hann heimsækir Þjóðminjasafnið.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn 8.1.2017 10:00 - 17:00

Sunnudaginn 8. janúar er tveir fyrir einn af aðgangseyri í Safnahúsið við Hverfisgötu. Einstakt tækifæri að skoða sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Safnbúð og ilmandi kaffi í Kaffitári. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

 

Leiðsögn um Kaldal í tíma og rúmi 15.1.2017 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 15. janúar kl. 14 verður Arndís S. Árnadóttir með leiðsögn um ljósmyndasýninguna Kaldal í tíma og rúmi.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Félags Þjóðfræðinga 19.1.2017 - 20.4.2017 16:00 - 17:00

Fyrirlestrar á vegum Félags Þjóðfræðinga verða í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðja fimmtudag í mánuði og hefjast klukkan 16:00. 

 

Lesa meira
 
Hverfisgata

Leiðsögn í Safnahúsinu 22.1.2017 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 22. janúar klukkan 14 mun Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og verður sjónum sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni á sunnudag.

Lesa meira
 

Barnaleiðsögn 5.2.2017 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 5. febrúar kl. 14 verður fyrsta barnaleiðsögn ársins í Þjóðminjasafni Íslands.

Lesa meira
 

Christopher Taylor og Cole Barash 12.2.2017 14:00 - 16:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Christopher Taylor og Cole Barash kynna ljósmyndasýningar sínar og árita bækur. 

Lesa meira
 

Áttu forngrip í fórum þínum? 5.3.2017 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Sunnudaginn 5. mars kl. 14-16 gefst fólki kostur á að koma með eigin gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð. Fólk er beðið að taka númer í móttöku safnsins. Á tjaldi í fyrirlestrasal er sýnt fræðsluefni um meðhöndlun gripa inni á heimilinu. 

Lesa meira
 
Þjóðbúningadagur

Þjóðbúningadagur 12.3.2017 14:00 - 17:00

Sunnudaginn 12. mars kl. 14 verður þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þennan dag eru gestir hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir áhugasama að kynnast fjölbreytileika þjóðbúninganna. 

Lesa meira
 

HönnunarMars 21.3.2017 - 26.3.2017 22.3.2017 - 26.3.2017

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Lesa meira
 

Hljóðaform 21.3.2017 - 26.3.2017 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Lesa meira
 

Uxatindar 21.3.2017 - 26.3.2017 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Lesa meira
 

Gjuggíborg – Myndskreyttar bækur fyrir börn á pólsku og íslensku 21.3.2017 - 2.4.2017 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Lesa meira
 

Rúnamerki 22.3.2017 - 26.3.2017 16:00 - 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu.

Lesa meira
 

„Islandia w świecie, świat w Islandii” 26.3.2017 14:00 - 15:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Islandzkie Muzeum Narodowe zaprasza w niedzielę 26 marca o godzinie 14 na bezpłatne oprowadzanie w języku polskim po wystawie „Islandia w świecie, świat w Islandii”. Przewodnikiem po wystawie będzie antropolożka Anna Wojtyńska. 

Lesa meira
 

Leiðsögn með sýningarstjóra 26.3.2017 15:00 - 16:00

Sunnudaginn 26. mars klukkan 15 mun Markús Þór Andrésson leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn.

Lesa meira
 

Þúfur sem segja sögu – ný sýn á íslenskar miðaldir 7.4.2017 17:00

Fyrirlestur og bókarkynning í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals mun Árni Daníel Júlíusson flytja fyrirlestur sem tengist efni hennar. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 föstudaginn 7. apríl í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Sumardagurinn fyrsti 20.4.2017 10:00 - 17:00 20.4.2017 10:00 - 17:00

Á sumardaginn fyrsta verður fjölskyldudagskrá í Þjóðminjasafni Íslands á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Lesa meira
 

Þjóðlagasveitin Þula 20.4.2017 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

 

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð tónlistarnemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs á aldrinum 15 til 17 ára. Þau leika íslenska þjóðlagatónlist kl. 14 í Þjóðminjasafninu á sumardaginn fyrsta. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

 

 

Fjölskylduleiðsögn 20.4.2017 14:00 - 14:45

Klukkan 14 á sumardaginn fyrsta mun sérfræðingur Þjóðminjasafnsins leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Sérstök áhersla verður á dýrin í sýningunni, þar á meðal uppstoppaðan geirfugl og ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu tveggja geirfuglanna. Ekki missa af einstöku tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa og rýna í íslenska menningu og myndlist. Ókeypis aðgangur.

 

Gamlir Fóstbræður 20.4.2017 15:00 - 15:40

Á sumardaginn fyrsta flytur karlakórinn Gamlir Fóstbræður vinsæl karlakórslög í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og er ókeypis aðgangur.

 

Leiðsögn með sérfræðingi Þjóðminjasafns 23.4.2017 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 23. apríl kl. 14 mun Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir sérfræðingur á munasafni Þjóðminjasafns Íslands leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn.

Lesa meira
 

Fróðildisferðalag í Safnahúsinu 25.4.2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Barnafjölskyldur geta fundið, á ferð sinni um sýninguna, ýmsa staði þar sem má leika, snerta og rannsaka. Þessir staðir eru vaktaðir af Fróðildinu, litilli vængjaðri veru sem hvetur börn til að staldra við. Verið velkomin í Fróðildisferðalag um Sjónarhorn í Safnahúsinu á Barnamenningarhátíð.

 

KOMDU LITLA KRÍLIÐ MITT, 4 - 7 ÁRA 25.4.2017 11:00 - 11:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Söng- og sögustund fyrir krakka í efri deildum leikskóla/neðstu bekkjum grunnskóla, sem geta bókað sig fyrirfram hjá Þjóðminjasafni. Fluttar verða útsetningar Báru Grímsdóttur fyrir sópran og selló á gömlum barnagælum, sem og ný lög við gömul kvæði.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins fellur niður 25.4.2017 12:00 - 13:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 

Komdu litla krílið mitt 21.5.2017 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 21. maí kl. 14 verður söng- og sögustund fyrir krakka á aldrinum 4 - 7 ára í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Kynþáttafordómar og þjóðarímynd 21.5.2017 14:00 - 15:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 21.maí klukkan 14 mun Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði leiða gesti um sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Kristín sem er annar sýningarhöfundanna mun leggja áherslu á kynþáttafordóma og þjóðarímynd í leiðsögninni. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 
Inga Lisa

Leiðsögn um sýninguna Hugsað heim 29.7.2017 14:00 - 15:00 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Laugardaginn 29. júlí kl. 14 veitir Inga Lisa Middleton ljósmyndari leiðsögn um sýninguna Hugsað heim í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin var opnuð á Veggnum þann 3. júní sl. og stendur yfir til 17. september 2017. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 

Menningarnótt 2017 19.8.2017 10:00 - 22:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið er opið frá 10 - 22 og aðgangur ókeypis. 

Lesa meira
 

Menningarnótt 2017 19.8.2017 10:00 - 22:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Húsið er opið frá 10 – 22 og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn 3.9.2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 3. september er 2 fyrir 1 af aðgangseyri í Safnahúsið og því frábært tækifæri að koma og skoða sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Miði í Safnahúsið gildir einnig í Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira
 
Mynd-5

Barnaleiðsögn 3.9.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 3. september kl. 14 verður fyrsta barnaleiðsögn ársins í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 

Opnun: Guðmundur Ingólfsson 23.9.2017 14:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Laugardaginn 23. september kl. 14 verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands ljósmyndasýning á verkum Guðmundar Ingólfssonar. 

Lesa meira
 
Galdrakver

Sérfræðileiðsögn um sýninguna Sjónarhorn 24.9.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 24. september kl. 14 mun Gunnar Marel Hinriksson, sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, veita leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Lesa meira
 
Elín Skriðuklaustri

Matarræði og karlmennska á miðöldum 28.9.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestur á vegum Þjóðminjasafns Íslands, námsbrautar í fornleifafræði og Miðaldastofu 28. september 2017, kl. 12-13, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41.

Lesa meira
 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 1.10.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 1. október kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 

Fjölskylduleiðsögn með jógaívafi 15.10.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 15. október kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 
Bláklædda konan

Bláklædda konan 26.10.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Minjar og saga efna til hádegisfundar í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 26. október kl. 12:00. Joe W. Walser III mannabeinafræðingur fjallar um rannsóknir vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Rannsóknirnar hafa meðal annars veitt upplýsingar um aldur konunnar, klæðaburð hennar og hvaðan hún kom.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Listfræðafélags Íslands 1.11.2017 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 6.12.2017 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Líkt  og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa  fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Lesa meira
 

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 5.11.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 

Áttu forngrip í fórum þínum? 5.11.2017 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 14-16 gefst fólki kostur á að koma með eigin gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð. Fólk er beðið að taka númer í móttöku safnsins. Á tjaldi í fyrirlestrasal er sýnt fræðsluefni um meðhöndlun gripa inni á heimilinu. Athugið að hámarksfjöldi gripa til greiningar eru 3 hlutir á mann.

Lesa meira
 
Valþjófstaðahurðin

Er hurðin að Keldnaklaustri fundin? 10.11.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Föstudaginn 10. nóvember kl. 12 fjallar Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, um nýútkomna bók sína, Leitin að klaustrunum, sem Sögufélag hefur gefið út í samstarfi við Þjóðminjasafnið.

Lesa meira
 

Málþing og móttaka til heiðurs Poul Nedergaard Jensen arkitekts 18.11.2017 15:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Poul Nedergaard Jensen arkitekt og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum í Danmörku hefur gefið Þjóðminjasafni Íslands ljósmyndasafn sitt ásamt uppmælingateikningum; afrakstur ferða hans um Ísland á árunum 1973-2006.

Lesa meira
 

Goðheimar kannaðir 19.11.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 les Kristín Ragna Gunnarsdóttir úr bók sinni Úlfur og Edda: Drekaaugun. Stutt leiðsögn um goðafræðiefni á sýningunni Sjónarhorn eftir upplesturinn.

Lesa meira
 

Geophysics in Archaeology – finally, it works 23.11.2017 16:00 - 17:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 16–17, flytur dr. Knut Paasche vísindamaður hjá NIKU í Noregi erindi um notkun jarðsjármæla við fornleifarannsóknir.

Lesa meira
 
safnahúsið

Samtal við Sjónarhorn 25.11.2017 14:00 - 16:00

Nemendur í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja verk sérstaklega samin inn í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.

Lesa meira
 

Sérfræðileiðsögn með Goddi 26.11.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sérfræðingar frá stofnununum sem eiga gripi á sýningunni Sjónarhorn leiða leiðsögn um sýninguna út frá gripum viðkomandi stofnunar fjórða sunnudag í mánuði.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins 28.11.2017 - 12.12.2017 12:05 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrarnir eru haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefjast klukkan 12:05.

Lesa meira
 

Jólakattarratleikur; hvar er jólakötturinn? 1.12.2017 - 6.1.2018 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur sloppið inn á Þjóðminjasafnið og falið sig á tíu stöðum innan um muni sýningarinnar.

Lesa meira
 

Útgáfuboð: Málarinn og menningarsköpun 1.12.2017 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874 býður Þjóðminjasafn Íslands í útgáfuboð í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 1. desember kl. 15.

Lesa meira
 

Smástundamarkaður 2.12.2017 - 3.12.2017 11:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Smástundamarkaður í Safnahúsinu við Hverfisgötu helgina 2.-3 desember. 

Lesa meira
 

Sunnudagsleiðsögn: Guðmundur Ingólfsson 3.12.2017 14:00 - 15:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 3. desember kl. 14 segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari frá sýningunni Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967 - 2017.

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar. 

Lesa meira
 

Málþing í minningu Kristjáns Eldjárn - Minjavarsla 8.12.2017 13:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Föstudaginn 8. desember kl. 13 verður árlegt málþing Félags fornleifafræðinga haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Minjastofnun Íslands. Þema málþingsins er "Minjavarsla" og tengist efnið þeim greinum sem birtar verða í Ólafíu, riti Félags fornleifafræðinga, á næsta ári, þ.e. fyrirlesarar munu skrifa greinar um sama efni í Ólafíu.

Lesa meira
 

Hátíðarhittingur Söguhrings kvenna 10.12.2017 13:00 - 15:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Söguhringi kvenna er boðið í heimsókn í Þjóðminjasafn Íslands að sjá sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. 

Lesa meira
 

Grýla og Leppalúði og tónlistarkonan Hildur 10.12.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 10. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Tónlistarkonan Hildur syngur nokkur lög.

Lesa meira
 

Jólasveinaskemmtun 12.12.2017 - 24.12.2017 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Íslensku jólasveinarnir líta við á Þjóðminjasafninu á hverjum degi kl. 11
frá 12. desember til 24. desember. Verið öll velkomin.

Lesa meira
 

Opnun ljósmyndasýninga 20.1.2018 14:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar ljósmyndasýninga laugardaginn 20. janúar kl. 14.  Sýningarnar eru á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018.

Lesa meira
 

Leiðsögn með sérfræðingi Listasafns Íslands 28.1.2018 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 28. janúar klukkan 14 mun Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Listasafn Íslands á um 130 verk á sýningunni og verður sjónum sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni.

Lesa meira
 

Safnanótt í Safnahúsinu 2.2.2018 18:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðminjasafnið býður gestum uppá skemmtilega dagskrá í Safnahúsinu á safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa frá klukkan 18.00 - 23.00. 

Lesa meira
 

Siglt eftir stjörnunum 2.2.2018 18:00 - 19:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sævar Helgi Bragason skoðar stjörnur og segir frá rötun. Krakkar og fullorðnir eru velkomnir og við búum til einfaldan sextant sem gerir okkur kleift að mæla breiddargráðu Íslands. Gestir læra líka áttirnar út frá stjörnunum. Ef veður leyfir verður kíkt á stjörnuhimininn. Sextant er hornamælingatæki til staðarákvörðunar á sjó þar sem farið var eftir hæð sólar, tungls eða stjörnu.

Lesa meira
 

Safnanótt í Þjóðminjasafni 2.2.2018 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Vetrarhátíð hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002.  Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Þjóðminjasafnið býður uppá skemmtilega dagskrá frá kl. 18 - 23 á Safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira
 
Grunnsýning

Leiðsögn: Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár 2.2.2018 19:00 - 20:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Leiðsögn með sérfræðingi um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár.

Lesa meira
 

Dansferðalag um tíma og rúm 2.2.2018 19:00 - 19:20 Safnahúsið við Hverfisgötu 2.2.2018 19:30 - 19:50 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nemendur á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans ferðast dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu Bausch sem þau hafa leikið með á ólíkan hátt og útfært fyrir rými Safnahússins. Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu Rite of Spring.

Lesa meira
 

List í ljósi - Ekkó 2.2.2018 19:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Seyðfirska listahátíðin List í Ljósi mun í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur varpa verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið. Verkið er eftir Nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy sem mynda listahópinn Nocturnal (nocturnal.nz).

 

Upplestur: Bergmál í undirgöngum 2.2.2018 20:00 - 20:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tilefni ljósmyndasýningarinnar Langa blokkin í Efra Breiðholtinu stýrir Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona upplestri í Myndasal. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum.

Lesa meira
 

Spekingar spjalla 2.2.2018 20:00 - 21:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sérfræðingar frá söfnunum sem eiga verk á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu eru við á sýningunni á milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti um valda sýningarhluta.

Lesa meira
 

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson 2.2.2018 21:00 - 21:30 Safnahúsið við Hverfisgötu

Söngkonan góðkunna, Sigríður Thorlacius, og hinn mæti söngvari, Sigurður Guðmundsson, koma fram í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu og flytja nokkur hugljúf lög fyrir gesti. 

Lesa meira
 

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina 7.2.2018 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Gunnar Harðarson, prófessor við Sagfnræði og heimspekideild Háskóla Íslands, ræðir um útgáfu sína á riti Helga Sigurðssonar, Ávísun um uppdrátta- og málaralistina, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12 á vegum Listfræðafélag Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 
Stelpur sem halda á beini

Fjölskylduleiðsögn: Fjöll og firnindi 18.2.2018 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Lesa meira
 

Leiðsögn með sérfræðingi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 25.2.2018 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 25. febrúar klukkan 14 mun Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veita leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Margrét mun sérstaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast íslenskri handrita- og menningarsögu.

Lesa meira
 

Fyrirlestur: Prýðileg reiðtygi 27.2.2018 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 27. febrúar flytja Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar og Eva Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga, erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um nýopnaða sýningu, Prýðileg reiðtygi og gerð hennar.
Eftir fyrirlesturinn gefst kostur á að skoða sýninguna. Verið öll velkomin. 

Lesa meira
 

„Ísland fyrir Íslendinga“: Áhrif fullveldis 1918 á efnahagslega þjóðernisstefnu 2.3.2018 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hádegisfyrirlestur á vegum Minja og sögu verður haldin í Þjóðminjasafni Íslands föstudaginn 2. mars kl. 12. Fyrirlesari er Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði.

Lesa meira
 

Áttu ljósmynd í fórum þínum? 4.3.2018 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Næstkomandi sunnudag býður Þjóðminjasafn Íslands fólki að koma með ljósmyndir í skoðun og greiningu hjá sérfræðingum Ljósmyndasafns Íslands.

Lesa meira